Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1998, Side 19

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1998, Side 19
Benedikt Valsson. Það þarf að sinna mörgu þegar STAÐIÐ ER í STRÖNGUM SAMNINGUM. urn launþega og reyndar bara almenningi líka? >,Ég met það svo að í fyrsta sinn hefur þjóðin virkilega skilið hvað við erum að tala um, það er grundvallaréttindi, atvinnurétt- inn sjálfan og að við viljum hafa eitthvað um það að segja. Mér finnst við hafa mikinn stuðning. Hitt er annað að þjóðinni þykir ef- Iaust skrítið að það taki átján mánuði að reyna að semja um svo sjálfsagða hluti. Þjóð- in skilur að kvótabraskið er óeðlilegt." En sjómenn sjálfir, eru þeir einhuga í bar- áttunni? „Já, við höfum upplifað þessu deilu þannig. Við lögðum nrikið upp úr að kynna sjómönnum þessa stöðu og við héldum á- samt Sjómannasambandinu um áttatíu fundi hingað og þangað um landið. Sú vinna hefur skilað sér og sjómenn standa þétt við bakið á okkur. Mér þykir þeir vera meðvitaðir um að við erum að verja grunnréttinn okkar. Ef okkur tekst það ekki, þá er illa komið fyrir okkur.“ Mistök VÉLSTJÓRA Nú er það þannig að sjómenn koma ekki saman til þessa máls. Farmanna— og fiski- mannasambandið og Sjómannasambandið hafa haft náið samstarf en ekki Vélstjórafé- lagið. Skaðar þetta stöðu ykkar í samningum? „Já, þetta skaðar. Það gerir það. Vélstjóra- félagið valdi sér annan átakapunkt, en hann er um sérkröfur sem snúa að 79 skipum. Við hinir höfum nánast engan stuðning af þess- um verkfallsaðgerðum vélstjóra. Það verður að læra af þessu. Þegar verið er að berjast fyr- Hólmgeir Jónsson og Sævar Gunnarsson. Þeir hafa farið fyrir sjómannasambandinu í samningunum. stjóra- og stýrimannafélagsins Sindra, Skipstjóra- og stýrimannafélagsins Vísis, Skipstjóra- og stýrimannafélagsins Haf- þórs og Skipstjóra- og stýrimannafélagsins Kára. Vinnuveitendasamband Islands v/Landssambands ísl. útvegsntanna fyrir hönd /tvegsmannafélags Reykjavíkur, /fvegsmannafélags Akraness, /tvegsmanna- félags Snæfellsness, Utvegsmannafélags Vestfjarða, Útvegsmannafélags Norður- lands, Útvegsmannafélags Austfjarða, Útvegsmannafélags Hornafjarðar, Útvegs- bændafélags Vestmannaeyja, Útvegs- mannafélags Þorlákshafnar, Útvegs- mannafélags Suðurnesja og Útvegs- mannafélags Hafnarfjarðar. Forsenda eftirfarandi miðlunartillögu er að eftirtalin frumvarpsdrög í áliti nefnd- ar til að fjalla um atriði tengd kjaradeilu sjómanna og útvegsmanna frá mars 1998 verði að Iögum á löggjafarþingi 1997- 1998: 1. Drög að frumvarpi til laga um Verð- lagsstofu skiptaverðs og úrskurðarnefnd sjómanna og útvegsmanna. 2. Drög að frumvarpi til laga um Kvótaþing. 3. Drög að frumvarpi til laga um breyt- ing á lögum nr. 38 15. maí 1990 um stjórn fiskveiða með síðari breytingum. Verði tillagan samþykkt er kominn á gildandi kjarasamningur til þess tínia sem um getur í tillögunni. Verði frumvörpin ekki að lögum á yfirstandandi þingi fellur kjarasamningur aðila sjálfkrafa úr gildi án uppsagnar. Fer þá um kjör sjómanna eftir þeim kjarasamningi sem unnið var eftir við framlagningu tillögu þessarar. 1. gr. Síðast gildandi kjarasamningur aðila framlengist með eftirfarandi breytingum frá samþykkt tillögu til og með 15. febrú- ar 2000 og fellur þá úr gildi án uppsagnar. 2. gr. 1.08 Um hækkun kaupliða. Einstakir kaupliðir, kauptrygging, tímakaup og hlífðarfatapeningar, hækki við gildistöku samnings þessa um 13%. Hinn 1. janúar 1999 hækki þessir liðir um 3,65%. Við gildisröku samnings þessa hækki fæðispeningar um 11,1%. 3. gr. 2. mgr. 1.35 gr. orðist svo: SJÓMANNABLAÐIÐ VÍKINGUR 19

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.