Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1998, Side 27

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1998, Side 27
30 mílum, minni togarar út að 50 mílum og stóru togararnir, sem við kölluðum ryksugur á meðan þeir voru í eigu annarra þjóða, komi ekki nær en 50 mílur. Ég leyfi mér að hafa þessa skoðun og spyr engann að því. Ef þetta verður gert þá mun fólksflóttinn af landsbyggðinni ekki halda áfram. Það er alltaf verið að tala um að Vestfirðingar hafi fjórum sinnum fleiri þingmenn en þeir eiga að hafa, en getur nokkur svarað mér hvers vegna svo réttindahátt fólk er alltaf að flýja hingað suður þar sem blessað fólkið hefur engin réttindi. Þetta hef ég aldrei skilið, mér væri sama þó Vestfirðingar hefðu engann þingmann, bara ef þeir fengju réttlæti á við aðra, þá skiptir engu þó þar sé enginn þing- maður. Hvaða sanngirni er það að ætla að leggja Grímsey í eyði með því að þeir megi aðeins veiða örfáa daga á ári, svo ég taki dæmi annarsstaðar frá en úr mínu kjördæmi. Kvótakerfið hefur komið ójafnt niður, ég get nefnt staði eins og Vestmannaeyjar, Vest- firði og Grímsey. Kerfið hefur komið hart niður á þessum stöðum ólíkt stöðum eins og Reykjavík, Kópavogi og Garðabæ, þar sem ég á nú rnitt heimili. Er óeðlilegt að fólk á þeim stöðum, sem verst hafa orðið úti, bregðist hart við þegar gengið er þetta miklu nær þeim en öðrum landsmönnum? Hver hefur reyndin orðið? Vestfirðingar voru á undan í sjávarútvegi í byrjun áttunda áratug- arins, þá fékkst varla maður á Vestfjörðum til að vinna í verslun eða á skrifstofu, það var það mikill uppgangur eftir að togararnir komu. Það var uppgangur bæði til sjós og lands. Nú eru þessir togarar flestir farnir, nema frá Djúpi. Astæðan er sú að kvótinn hefur keypt þá til sín. Það er ekki lítið áfall þegar stærsti og mesti togari Vestfjarða er seldur til Akureyrar. Okkur var sagt að hann ætti að heita sama nafni, vera gulur áfram og vera gerður út frá Isafirði. Næsta sem við viss- um var að hann var farinn til Þýskalands og næsta er að hann á að fá einkennisstafina EA og jafnvel stendur til að mála hann, það er nú það minnsta í mínum huga hvernig hann er á litinn. Þetta sýnir hvað kvótakerfið er rang- Ágúst telur sig vera fulltrúa þeirra smáu, en hann fékk svona gjöf og ef hann vill vera það sem hann segist vera, ætti hann að gefa þessi verðmæti, sem honum voru gefin, til þeirra sem eiga bágt. látt og hvernig það getur komið niður. Ég vil Iíka nefna skipstjórakvótann, það er þegar skipstjóri fór á annað skip fylgdi kvóti hon- um sem gjöf frá ríkinu. Það er hægt að nefna Samherja og eins fulltrúa öreiganna á Aþingi, það er Ágúst Einarsson. Hann telur sig vera fulltrúa þeirra smáu, en hann fékk svona gjöf og ef hann vill vera það sem hann segist vera, ætti hann að gefa þessi verðmæti, sem hon- um voru gefin, til þeirra sem eiga bágt. Hefði verið farin önnur leið hefði þessi ó- jöfnuður ekki orðið til. Við hefðum auðvitað þurft að beita þvingunum með því að skipta heimiluðum afla á tímabil, ég segi ekkert um hversu mörg, tvö, þrjú eða fjögur. Við höfum ekki náð neinum friðunarárangri með kvót- anum. Þegar stjórnmálamenn hafa ákveðið allt annað en Hafrannsóknaststofnun hefur lagt til hafa fiskifræðingarnir strax á næsta ári lagað sig að því sem stjórnmálamennirnir á- kváðu. Þeir hafa meira að segja lagt til aukin afla í tegund þó svo kvóti síðasta árs hafi ekki náðst. Þetta eru vísindi sem ég ekki skil. Ég veit að það eru margir ágætir menn sem starfa á Hafrannsóknastofnun, en þessi vís- indagrein er ekki komin lengra en raun ber vitni. Jarðfræðingar geta ekki sagt okkur ná- kvæmlega til um hvenær jarðskjálftar verða né hversu öflugir þeir geta orðið, við ætlumst ekki til þess af þeim, þar með erum við ekki að gera lítið úr þeim eða þeirra fræðum. Fiskifræðin er oft eins og spádómur, sumar spákonur eru góðar og aðrar ekki. Af hverju ætli þessi ógæfa sé? Afhverju ætli ríkisstjórnin hafi ætlað að grípa til lagasetn- ingar til að stöðva verkfall sjómanna? Það er vegna þess að kvótakerfið hefur leitt þetta yfir oltkur. Það er hinn illi andi. Það fýrsta sem á að gera, er að afnema það. Það veður ekki gert í einni svipan úr þvi sem komið er, en það er hægt að afnema það í aföngum. Það að menn, sem nota ekki sinn kvóta, geti selt frá samningaviöræðum við Breta í Osló 1976. Matthías og Einar Ágústsson ásamt Anthony Crossland utanríkisráðherra Breta. SJÓMANNABLAÐIÐ VÍKINGUR 27

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.