Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1998, Blaðsíða 20
ÓSKAR VlGFÚSSON OG JÓHANNES JÓHANNESSON í KARPHÚSINU.
ir grunninum sjálfum fer
ekki saman að vera með
mál sem rjúfa innbyrðis-
samstöðu stéttanna. Auð-
vitað er það þannig að allir
getum við komið fram með
sérkröfur á öllum tímum.
Það er ekkert við því að
segja. Það sem ég er að segja
er að þegar svo mikið er
lagt undir eins og í þessum
samningum, það er að ætla
að breyta kvótakerfisfram-
kvæmdinnni og verðmynd-
uninni, þá finnst mér að
menn eigi að setja málin
þannig upp að treysta frekar samstöðuna en
koma með sérkröfur. Það er mikilsver að sjó-
menn sem stétt skynji að sameiginleg barátta
er það mikils virði að það verður að setja
önnur mál til hliðar.“
Hafið þið gert það?
„Við höfum ekki komið með
kröfur um hærri hlut skipstjóra
þó svo við höfum dæmi frá öðr-
um löndum um að hlutur skip-
stjóra sé hærri en hér, frá tveim-
ur og hálfum og upp I fjóra
hluti. Þannig er þetta allt í
kringum okkur, Færeyjum,
Noregi og Kanada. Það er bara
meira virði að hafa grunninn
undir kjarasamninginn traustan
en koma með sérkröfur. Ég held
að vélstjórar hafi gert mistök að
koma með þessa kröfu núna.
Auðvitað eiga þeir alltaf rétt á að
koma fram með sín mál, en
þetta var óheppilegt núna. Utgerðarmenn
gátu nýtt sér það að við vorum ekki með
sömu kröfur.“ H
Samtala eingreiðslu dánarbóta sjómanna
samkvæmt a + b lið 1 tl. 2. mgr. 172 gr. sigl-
ingalaga nr. 34/1985, þegar um er að ræða
eftirlifandi maka og /eða börn innan 18 ára
aldurs verði kr. 3.228.503 pr. 1.1.98.
Hækkun tryggingarinnar taki gildi um
næstu mánaðamót eftir gildistöku samnings
þessa.
4. gr.
Ný gr. sem verður 3. mgr. 1.35 orðist svo:
Örorkubótaþáttur slysatryggingar sjó-
manna skv. 172 gr. siglingalaga nr.
34/1985, hækki úr 20% í 50%. Hækkunin
taki gildi um næstu mánaðamót eftir gildis-
töku samnings þessa.
5. gr.
Brcyting á grein 1.37
Sóttdauðabætur hækki úr kr. 1.298.184 í
kr. 1.724.663.
6. gr.
Grein 1.49 um endurmenntun orðist svo:
Yfirmönnum skal í samráði við útgerðina
gefinn kostur á að sækja endurmenntunar-
námskeið með það að markmiði að auka
hæfni þeirra í starfi sínu hjá útgerðinni, sbr.
meðfýlgjandi lista yfir viðurkennd nám-
skeið.
Til viðbótar námskeiðum skv. tilgreind-
um lista geta önnur námskeið staðið yfir-
mönnum til boða samkvæmt nánara sam-
komulagi milli útgerðar og yfirmanna.
Þann tíma sem yfirmaður sækir námskeið
skv. framangreindu skal útgerðarmaður
greiða honum kauptryggingu, en uppihald
og ferðakostnað eftir nánara samkomulagi.
Námskeiðsgjaldið greiðir viðkomandi út-
gerð.
Listi yfir viðurkennd endurmenntunar-
námskeið.
Siglingatæki. Notkun og greining á ein-
földum bilunum. Fiskleitar- og mælitæki,
ratsjá, GPS, gírókompás og sjálfstýringar.
Siglingasamlíkir ARPA (tölvuratsjá) og
plott.
Stöðugleiki og skipagerð. (Flutningar og
fiskiskip).
Fjarskipti. Nýja öryggisfjarskiptakerfið
GMDSS (Global Maritime Distress Safety
System).
Siglingatæki (ratsjár, Loran, GPS) ferilrit-
ar (plotter) dýptarmælar.
Sjúkrahjálp fyrir sjómenn. Lyfjakistan
(nýjar reglur), viðvera á slysadeild, bráðafrá-
gangur slasaðra og flutningar, kynning á
þyrludeild LHG og þyrlusveit lækna.
ðmis námskeið Slysavarnarskólans í Sæ-
björgu í fyrirbyggjandi öryggisfræðslu.
7.gr.
Nýtt ákvæði í kafla 5.2. um frystitogara:
Gr. 5.26 verði svohljóðandi:
Hafnarfrí skal vera 1 klst. fyrir hverjar 6
klst. af útvistartíma skips. Hafnarfrí skal þó
aldrei vera skemmri tími en 30 klst. að lok-
inni útivist hverju sinni.
Útivist skipsins skal reiknast frá því að
skipið leggur af stað úr höfn í veiðiferð til
þess tíma sem skip kemur til hafnar og hafn-
arfrí hefst.
Hafnarfrí skal ávallt tekið í heimahöfn
skips.
Nú breytist til lengingar samningsbund-
inn tími hafnarfrís, skal þá tilkynna sldps-
höfn með ntinnst fjögurra klst. fyrirvara
breyttan brottfarartíma.
Sé skipið ekki tilbúið til brottfarar
klukkustund eftir tilkynntan brottfarartíma
og sökin er útgerðarinnar ber skipstjóra að
fresta brottför um 4 klst.
Skipverjar skulu eiga rétt á fríi þriðju
hverja veiðiferð. Ekki er þó skylt að gefa
fleiri en þriðjungi skipverja frí í hverrri
veiðiferð til þess að tryggð sé eðlileg vinnsla
um borð, nema sérstakar ástæður liggi fyrir.
Eigi síðar en á 26. degi veiðiferðar og
aldrei seinna en 4 sólarhringum áður en
veiðiferð lýkur, skal tilkynna áhöfn hvenær
henni lýkur.
Tvisvar sinnum á ári skal til hagræðingar
heimilt að ljúka ekki veiðiferð, þó að komið
sé til hafnar og hluta af aflanum landað úr
skipinu.
Veiðiferð skal þó aldrei vera lengri en 40
sólarhringar.
8. gr.
Breyting á grein 9.19
Dagpeningar hækki í 3.800 kr.
9. gr.
Nýtt ákvæði vegna löndunar á uppsjávar-
fiski. Þegar landað er í heimahöfn á tímabil-
inu 1. maí - 31. desember úr fiskiskipi sem
veiðir uppsjávarfisk, þ.e. loðnu, síld og kol-
munna, skal einn úr hópi skipstjórnar-
rnanna ávallt sinna löndun en aðrir eiga
löndunarfrí. ■
20
Sjómannablaðið VIkingur