Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1998, Qupperneq 10

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1998, Qupperneq 10
Umsjón: Hilmar Snorrason skipstjóri nttin tir Aeifui Fá ekki borgað Skipverjar um borð í rúss- neska verksmiðjuskipinu Sov- ietskoye Zapolyarye, sem er 9.948 tonn að stærð hafa hótað að kveikja í skipinu. Ástæða þessa hótunar má rekja til þess að þeim hefur ekki verið greidd laun í 18 mánuði og eru orðnir úrkula vonar um greiðslur. Skipið kom til hafnar í Nakhodka í Rússlandi í nóvember s.l. þar sem skipið átti að fara í við- gerð. Hafði síðasta veiðiferð þess staðið yfir í nærri eitt ár. Skipverjarnir hafa hlaðið varn- armúra við skipið og hleypa engum um borð. Áhöfnin er ekki af minni kantinum því hún telur 300 manns og skuldar útgerðin þeim um 1,6 milljón dollara. ■ Kippir í kynið Robert nokkur Parise lýsti sig sekan fyrir bandarískum dómstóli um að hafa stolið úr sjóðum bandarísku sjó- mannasamtakanna, National Maritime Union. Parise sagðist hafa eytt þeim 19,000 dollu- rum sem hann tók í munað fyrir sjálfan sig. Hann borgaði m.a. nektardansmeyjum fyrir listir sínar, ferðaðist um á lim- mósínum og fór í veiðiferðir. Það verður að segja sem satt er að honum kippti vel í kynið því faðir hans er að afplána 56 mánaða dóm fyrir að hafa ein- nig stolið frá samtökunum. Það fer að vísu engum sögum um það hvort þeir hafi tekið á leigu ár og endurleigt sjálfum sér, eða þannig. ■ Farþegaskipið Canberra sem eitt sinn klauf heimsöld- urnar sem stolt breska kaup- skipaflotans hefur nú fengið sína lokasiglingu. Farþegaskip hafa verið á undanhaldi fyrir skemmtiferðaskipunum og þótt breytingar hefðu verið gerðar á sínum tíma á Can- berra stóðst það ekki lengur þær væntingar sem farþegar gera til slíkra skipa. Því varð úr að eigendur þess P&O Cruises Ltd seldu það til niðurrifs hjá Gaddani í Karachi í Pakistan. Skipið sem er nærri 250 metra langt og um 50.000 tonn að stærð var talsvert djúpskreið- ara heldur en skip af sambæri- legri stærð. Þessi kostur eða galli hafa gert brotajárnskaup- manninum lífið leitt því þegar átti að sigla skipinu á land þar sem átti að rífa það vildi ekki betur til en að það strandaði. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til að ná því á flot á ný hefur það ekki tekist og því hefur orðið að hefja niðurrif á skipinu mun lengra frá landi en ráð var fyrir gert. Haft hefur verið á orði að þar hafi skipið heygt sína síð- ustu baráttu fyrir að sleppa við pottinn en Ijóst er að það verð- ur að láta í minni pokann. Eitt sinn stolt breska kaupskipa- flotans er nú að berjast við að komast í pottinn. ■ 10 Sjómannablaðið Víkingur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.