Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2000, Blaðsíða 28

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2000, Blaðsíða 28
Hafnareftirlit ríkisins skoðaði 132 erlend skip í fyrra Skip stöðvuð þegar ástæða þykir txl HELTERMM „Á síðasta ári skoðuðum við 132 erlend skip. Okkur er gert að skoða 25% allra skipa sem koma til landsins og þurfum að standa við það,“ segir Hálfdán Henrysson meðal annars. Myndirnar sem fylgja greininni eru efninu óviðkomandi. Skipstjórar erlendra skipa sem sigla hingað til lands geta hvenær sem er átt von á því að starfsmenn Hafnarríkiseftirlitsins komi um borð og skoði skipið og öll skipsskjöl. Ef á- stæða þykir til getur eftirlitið stöðvað frekari siglingu þar til bætt hefur verið úr þeim ágöll- um sem kunna að koma í ljós við skoðun. Sjómannablaðið Víkingur leitaði upplýsinga um Hafnarríkiseftirlitið hjá Hálfdáni Henrysyni starfsmanni Siglingastofnunar. „Við megum skoða öll erlend kaupskip sem koma í höfn hér á landi. Einnig fiskveiði- skip ef þau eru eingöngu í því að flytja fisk frá miðum og milli staða. Nú í maí á þessu ári verðum við fúllgildir að því fjölþjóðaeftirliti, Port State Control, sem komið hefur verið upp á vegum Evrópusambandsins og í Kanada. Síðan er svona eftirliti einnig í Asíu og í Karabiska hafinu og Bandaríkin hafa ver- ið aukaaðilar að þessu eins og við. Það eru þrjú ár frá því að við hófum þátttöku í þessu verkefni og við verðum 19. þjóðin í Evrópu sem fær fullan aðgang að þessu. Því fylgir að- gangur að tölvubanka sem er staðsettur í Frakklandi og þar getum við leitað upplýs- inga um öll skip. En við megum ekki skoða þau nema liðnir séu sex mánuðir frá síðustu skoðun hafi allt verið í lagi þá, nema við fáum rökstuddan grun um að eitthvað sé að. Það þarf þá að gerast með ákveðnum formerkj- um. Hér er um samræmt eftirlit að ræða,“ segir Hálfdán. -Eru það mörg skip sem þið skoðið á hverju ári? „Á síðasta ári skoðuðum við 132 erlend skip. Okkur er gert að skoða 25% allra skipa sem koma til landsins og þurfúm að standa við það. Þau skip íslenskra kaupskipaútgerða sem eru skráð erlendis falla undir þessa skoð- un okkar.“ Unnið eftir nákvæmum reglum í fljótur bragði sýnist það ærið tímafrekt verkefni að gera fullnægjandi úttekt á skipum sem Hafnarríkiseftirlitið skoðar. Hálfdán var spurður hvað væri einkum kannað við þetta eftirlit. „Þar er farið eftir nákvæmum reglum. Fyrst þegar komið er um borð er litið yfir það allt ef svo má að orði komast og síðan er farið yfir alla pappíra skipsins. Þar má nefna skráning- armál, mengunarmál, áhafnarmál og ef okkur þykir ásræða til að fara nánar ofan í hlutina höfúm við fúlla heimild til þess. Við getum kallað til sérfræðinga, við förum í íbúðir skip- verja, salernin, matvælageymslur, svo dæmi séu nefnd. Þetta eru mjög nákvæmar skoðan- ir enda finnum við að skipstjórum stendur oft stuggur af þessu eftirliti. Við gön'gum úr skugga að áhöfnin hafi tilskylin réttindi og við megum óska eftir því að skoða ráðningar- samninga skipverja en við getum ekki lagt mat á hvort þeir eru samkvæmt gildandi regl- um ILO eða ITF. En ef þessi samtök hafa rökstuddan grun um að þarna sé óhreint mjöl í pokahorninu mega þau biðja okkur um aðstoð við að kanna málið og við gerum það.“ Skip stöðvuð -Til hvaða ráða grípið þið ef eitthvað er að- finnsluvert um borð? „Við getum stöðvað viðkomandi skip og höfúm raunar stöðvað fjögur skip frá áramót- um. Þar var ýmislegt ekki í lagi, svo sem ör- yggismál. Talstöðvar ekki í lagi, fjarskipta- mann vantaði tiltekin skírteini, mönnun ekki í samræmi við mönnunarskírteini og síðan ýmis önnur mál svo sem skortur á hreinlæti og fleira. Við gerum kröfu um að svona sé lagað og þegar því er lokið tökum við skipið út aftur áður en það fær að sigla. Ég get nefnt sem dæmi að við vorum fyrir skömmu kall- aðir til Njarðvíkur. Skipstjóri flutningaskips sem þar var kvartaði undan því að það væri sprunga í lestarbúnaði og bað okkur að koma á staðinn. Við fórum um borð og kölluðum 28 Sjómannablaðið Víkingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.