Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2000, Blaðsíða 72
Landssamband veiðarfæragerðar er 50 ára og af því tilefni var
rætt við Magna Guðmundsson formann sambandsins
Við stöndum framar
öðrum þjóðum
Hálf öld er nú liðin frá stofnun Lands-
sambands veiðarfæragerða. Formaður fé-
lagsins er Magni Guðmundsson fram-
kvæmdastjóri Netagerðar Vestfjarðar hf. á
(safirði. Sjómannablaðið Víkingur spjallaði
við Magna í tilefni þessara tímamóta. Hann
var fyrst spurður hvort efnt hefði verið til
afmælishátíðar hjá sambandinu.
„Lunginn úr félagsmönnum fór til Portú-
gal ásamt mökum til að halda upp á tíma-
mótin. Við notuðum tækifærið og héldum
aðalfund þarna úti og einnig skoðuðum við
víra- og netaverksmiðjur. Það eru 14 fyrir-
tæki sem eiga aðild að Landssambandinu
og elst þeirra er Netagerðin Ingólfur í Vest-
mannaeyjum og síðan Netastofa Hampiðj-
unnar. Upphaflega hét þetta Landssam-
band netaverkstæðaeigenda. Þá var í lög-
um sambandsins að halda skyldi minnst
tvo fundi á ári og þar af annan þeirra á
Siglufirði um síldartímann. Þetta var í raun-
inni hagsmunafélag eigenda netaverk-
stæða gagnvart útgerðarmönnum en á
þessum árum voru verkefni netaverkstæða
aðallega í því sem viðkom síldarnótum og
reknetum. Togaraútgerðirnar voru hins
vegar sjálfar með netaverkstæði eða fólk
úti í bæ sem hnýtti stykki í trollin í ákvæðis-
vinnu,“ segir Magni.
Mikil breyting hefur orðið á starfi veiðar-
færagerða frá því Landssambandið var
stofnað. Magni Guðmundsson segir að
stærsta breytingin hafi orðið þegar farið
var að nota gerviefni í stað náttúrulegra
efna. Laust fyrir 1960 var nylon alfarið tekið
upp í nætur og síðan uppúr því taka gervi-
efnin líka við í botntrollum.
Löggilt iðngrein
„Með gerviefnum hættir handnýting á
botnvörpustykkjunum og farið að hnýta í
Landssamband veiðarfæragerða
er hálfrar aldrar gamalt.
vélum. í framhaldinu verður starf netagerð-
armanna nokkurs konar klæðskeraiðn. Við
í Landssambandinu höfum lagt mjög mikla
áherslu á hinn faglega þátt starfsins. Við
viljum styrkja námið og gera það sýnilega
og að það sé þannig að það nýtist mönn-
um áfram. Hér er um þriggja ára nám að
ræða sem komið er inn í áfangakerfi fram-
haldsskóla, það er að segja þóklega nám-
ið. En menn geta ekki orðið netagerðar-
meistarar án þess að kunna handverkið
enda er þetta löggilt iðngrein. Ég held því
alltaf fram að þetta sé handiðn í orðsins
fyllst merkingu því það er geysilega mikil
handavinna í starfinu. Eftir að efnið kemur
úr vélunum þar sem búið er að hnýta það
og spinna tekur mannshöndin við.“
-Hvernig gengur að endurnýja í stétt-
inni?
„Það gengur þokkalega vel. Alltaf er
talsvert um að menn sem hafa verið til sjós
fari að vinna við þetta þegar þeir koma í
land. Enda eiga þeir oft þetra með að skilja
út á hvað þetta gengur. En eftir að þetta
komst almennilega inn í skólakerfið er
nokkuð um að ungir menn komi inn í þetta
nám þótt þeir leggi þetta ekki allir fyrir sig.
Þó vildum við sjá meira af yngra fólki koma
inn í fagið. Ég fullyrði að við stöndum skrefi
framar öðrum þjóðum í þessari atvinnu-
grein og þakka það því að hér er þetta lög-
gilt iðngrein. Norðmenn öfunda okkur mik-
ið af því þar sem þá er námið og kennslan
í ákveðnum farvegi sem ekki er hjá þeim.
Það er eftirtekarvert hvað það hefur komið
fram mikið af nýjungum í veiðarfæragerð
einmitt hér á íslandi. Veiðarfæri eru dýr en
nú eru að koma fram ný efni sem eru
sterkari og þvi hægt að nota grennri þráð.
Þar af leiðandi léttast veiðarfærin og við
það sparast olía sem er mjög stór út-
gjaldapóstur við útgerð.“
-Er þau fyrirtæki sem eiga aðild að
Landssambandinu staðsett út um allt
land?
„Þau eru í Reykjavík, Ólafsvík, ísafirði,
Sauðárkróki, Akureyri, Húsavík, Neskaup-
stað, Hornafirði og Vestmannaeyjum.
Stjórnarmenn búa hver í sínum landsfjórð-
ungi og við höldum stjórnarfundi gegnum
síma sem ódýr og góð leið tii slíkra fundar-
halda,“ sagði Magni Guðmundsson. ■
72
Sjómannablaðið Víkingur