Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2000, Blaðsíða 19

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2000, Blaðsíða 19
Jóhann Ársælsson, Samfylkingunni Væntingar manna hafa verið meiri í Ijósi þess að verulegur samdráttur hefur verið í veiðum á botnfiski frá því kvótakerfið var sett á, er þá hægt að segja að kerfið hafi náð því markmiði að vernda stofnana? Nei, ekki botnfiskstofnana en þó verður að skoða stöðu allra fiskistofna í samhen- gi. Ekki hefur verið rökstutt með trúverð- ugum hætti að stefnan hafi skilað árangri. Væntingar manna um afrakstur hafa verið meiri um nánast alla fiskistofna . Þegar leiguverð á kvóta er hátt má þá búast við að meiri hætta sé á að fiski sé hent fyrir borð? Það er rétt án vafa. Sé það rétt, er þá nauðsynlegt að reyna að áætla hversu mikið er um brottkast? Já, þetta er rétt. Ég vil í þessu sam- bandi benda á að í frumvarpi okkar Sam- fylkingarmanna um stjórn fiskveiða er lagt til, að leyft verði að landa fiski utan kvóta um tveggja ára skeið að sérstökum skil- yrðum uppfylltum, til að fá það fram með óyggjandi hætti hvað er að gerast í þessu efni. ■ Guðjón A. Kristjáns- son, Frjálslynda flokknum Kvótakerfið hefur minnkað veiði og stofn- stærðir botn- fiskstofna f Ijósi þess að verulegur samdráttur hefur verið í veiðum á botnfiski frá því kvótakerfið var sett á, er þá hægt að segja að kerfið hafi náð því markmiði að vernda stofnana? -NEI. Kvótakerfið hefur þvert á móti minnkað veiði og stofnstærðir botn- fiskstofna. Þegar leiguverð á kvóta er hátt má þá búast við að meiri hætta sé á að fiski sé hent fyrir borð? Það er fullvíst að ofurleiga á óveiddum fiski veldur miklu brottkasti. Sé það rétt, er þá nauðsynlegt að reyna að áætla hversu mikið er um brottkast? Já, en hingað til hefur ekki verið heimilt að landa fiskafla utan aflamarks svo með vissu væri hægt að sannreyna hversu stórt vandamálið er. ■ Einar K. Guðfínnsson Sjálfstæðisflokki Hefur nei- kvæð áhrif á byggðirnar í Ijósi þess að verulegur samdráttur hef- ur verið í veiðum á botnfiski frá því kvóta- kerfið var sett á, er þá hægt að segja að kerfið hafi náð þvi markmiði að vernda stofnana? „Nei. Tvennt er hvað gagnrýnisverðast við kvótakerfið, annars vegar hin nei- kvæðu áhrif á byggðirnar og hins vegar að margt bendir til þess að það leiði til sóknar í fiskistofna þannig að það leiði ekki til uppbyggingar þeirra. í því sam- bandi má benda á að kerfið hvetur til sóknar í þann fisk sem líklegastur er til að halda uppi öflugustu klaki. Það er sjálf- sagt ein megin ástæða þess að ekki hefur gengið duglegar að byggja upp fiskistofn- ana.“ Þegar leiguverð á kvóta er hátt má þá búast við að meiri hætta sé á að fiski sé hent fyrir borð? „Já, það gefur augaleið." Sé það rétt, er þá nauðsynlegt að reyna að áætla hversu mikið er um brottkast? „Það er brýnt.“ ■ Sjómannablaðið Víkingur 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.