Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2000, Side 19

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2000, Side 19
Jóhann Ársælsson, Samfylkingunni Væntingar manna hafa verið meiri í Ijósi þess að verulegur samdráttur hefur verið í veiðum á botnfiski frá því kvótakerfið var sett á, er þá hægt að segja að kerfið hafi náð því markmiði að vernda stofnana? Nei, ekki botnfiskstofnana en þó verður að skoða stöðu allra fiskistofna í samhen- gi. Ekki hefur verið rökstutt með trúverð- ugum hætti að stefnan hafi skilað árangri. Væntingar manna um afrakstur hafa verið meiri um nánast alla fiskistofna . Þegar leiguverð á kvóta er hátt má þá búast við að meiri hætta sé á að fiski sé hent fyrir borð? Það er rétt án vafa. Sé það rétt, er þá nauðsynlegt að reyna að áætla hversu mikið er um brottkast? Já, þetta er rétt. Ég vil í þessu sam- bandi benda á að í frumvarpi okkar Sam- fylkingarmanna um stjórn fiskveiða er lagt til, að leyft verði að landa fiski utan kvóta um tveggja ára skeið að sérstökum skil- yrðum uppfylltum, til að fá það fram með óyggjandi hætti hvað er að gerast í þessu efni. ■ Guðjón A. Kristjáns- son, Frjálslynda flokknum Kvótakerfið hefur minnkað veiði og stofn- stærðir botn- fiskstofna f Ijósi þess að verulegur samdráttur hefur verið í veiðum á botnfiski frá því kvótakerfið var sett á, er þá hægt að segja að kerfið hafi náð því markmiði að vernda stofnana? -NEI. Kvótakerfið hefur þvert á móti minnkað veiði og stofnstærðir botn- fiskstofna. Þegar leiguverð á kvóta er hátt má þá búast við að meiri hætta sé á að fiski sé hent fyrir borð? Það er fullvíst að ofurleiga á óveiddum fiski veldur miklu brottkasti. Sé það rétt, er þá nauðsynlegt að reyna að áætla hversu mikið er um brottkast? Já, en hingað til hefur ekki verið heimilt að landa fiskafla utan aflamarks svo með vissu væri hægt að sannreyna hversu stórt vandamálið er. ■ Einar K. Guðfínnsson Sjálfstæðisflokki Hefur nei- kvæð áhrif á byggðirnar í Ijósi þess að verulegur samdráttur hef- ur verið í veiðum á botnfiski frá því kvóta- kerfið var sett á, er þá hægt að segja að kerfið hafi náð þvi markmiði að vernda stofnana? „Nei. Tvennt er hvað gagnrýnisverðast við kvótakerfið, annars vegar hin nei- kvæðu áhrif á byggðirnar og hins vegar að margt bendir til þess að það leiði til sóknar í fiskistofna þannig að það leiði ekki til uppbyggingar þeirra. í því sam- bandi má benda á að kerfið hvetur til sóknar í þann fisk sem líklegastur er til að halda uppi öflugustu klaki. Það er sjálf- sagt ein megin ástæða þess að ekki hefur gengið duglegar að byggja upp fiskistofn- ana.“ Þegar leiguverð á kvóta er hátt má þá búast við að meiri hætta sé á að fiski sé hent fyrir borð? „Já, það gefur augaleið." Sé það rétt, er þá nauðsynlegt að reyna að áætla hversu mikið er um brottkast? „Það er brýnt.“ ■ Sjómannablaðið Víkingur 19

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.