Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2000, Síða 75

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2000, Síða 75
Glæsilegur bílafloti Happdrættis DAS til sýnis á Hótel íslandsplani á sjöunda áratugnum. haust með einhverjum breyt- ingum. Upphaflega var byrjað á þessu í tilraunarskyni til að kanna hvort markaður væri fyrir það. Þetta reyndist vera mjög vinsælt en vinningarnir voru það háir að salan þarf að vera mikil. Við fáum gríðarlegan fjölda innhringinga í hvern sjón- varpsþátt kringum þennan svokallaðan fyrirtækjaleik. Þessi útrás sem við hófum fyrir nokkrum árum hefur mælst mjög vel og raunar búið að kollavarpa happdrættinu frá því sem var upphaflega. Þá var bara dregið einu sinni í mánuði og vinningsnúmer birt í dag- blöðum," segir Sigurður Ágúst. -Það kom fram tillaga á Al- þingi um að happdrættið feng- ið leyfi til að greiða út vinninga í peningum. Sofnaði það mál í þinginu? „Ríkisstjórnin er með það mál til meðferðar. En ákveðnir hagsmunaaðilar berjast hart gegn því að þetta nái fram að ganga. Þá er ég sérstaklega að vísa til Happdrættis Háskóla ís- lands sem berst gegn þessu af oddi og egg. Það er afar und- arleg afstaða þar sem aðeins þriðjungur hagnaðar þess happdrættis kemur frá flokka- happdrættinu en tveir þriðju úr spilakössunum. Vægi flokka- happdrættis Háskóla íslands er því orðið miklu mun minna en áður var.“ FORÐAÐ FRÁ GJALDÞROTl í þessu sambandi bendir Sigurður á að komin eru for- dæmi fyrir því að heimila happ- drættum að greiða vinninga út í peningum. Hann vísar þar sér- staklega til Víkingalottós sem er að stærstum hluta í eign er- lendra aðila en fær að vera hér á markaði í skjóli íslensks happdrættis. Því sé hér um réttlættismál að ræða. Sigurður vekur athygli á að nú eru uppi breyttir tímar. „Happdrætti DAS er rekið samkvæmt sérstökum lögum og reglugerðum. Þetta eru mjög ströng lög þar sem okkur er haldið innan vissra marka. En nú er búið að setja ný sam- keppnislög sem heimila fyrir- tækjum að setja á stofn happ- drætti. Þeim er gert kleift án nokkurs eftirlits eða athuga- semda að reka happdrætti og jafnvel auglýsa vinninga fyrir tugi milljóna króna. Maður hlýt- ur að spyrja sig hvort Happ- drætti DAS eigi ekki frekar að snúa sér að útvarpsrekstri og leika sama leikinn." En burtséð frá þessu þá býður Happdrætti DAS fjöl- marga góða vinninga og Sig- urður var spurður hvort hann kynni sögur um vinninga sem hefðu komið sér einstaklega vel fyrir heppna miðaeigendur. „Ég held að allir vinningarnir hafi komið sér vel fyrir fólk. Einn ungur maður var að verða stopp með byggingu íbúðar- húsnæðis sökum fjárskorts þegar hann fékk vinning hjá okkur. Það eru dæmi þess að vinningar frá okkur hafi bjargað fólki frá gjaldþroti og höfum meira að segja dæmi þar um frá þessu ári. En svo megum við ekki gleyma því hvað Happdrætti DAS hefur lagt mikið af mörkum til uppbygg- ingar Hrafnistuheimilanna og það er stór vinningur sem nýt- ist mikils fjölda fólks um ó- komna framtíð. Þar eru uppi hugmyndir um áframhaldandi uppbyggingu því biðlistar eru langir og betur má ef duga skal,“ sagði Sigurður Ágúst Sigurðsson. ■ Sjómannablaðið Víkingur 75

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.