Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2000, Page 36

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2000, Page 36
Sigurður Kristófer Óskarsson stýrmaður, yfirfiskmatsmaður og framhaldsskólakennari stiklar á stóru í lífshlaupi sínu í viðtali við Sæmund Guðvinsson Ég hef alHaf haft borð fýrir báru Sigurður Kristófer Óskarsson og Sigríður Guðmundsdóttir. Bæði eru þau fædd á Snæfellsnesi þar sem jökulinn ber við himinn. Sigurður tekur á móti mér í ganginum. Hár maður og grannur, teinréttur og kvikur í hreyfingum. Kannski nokkuð stórskorin í andliti. Fjölbýlishúsið að Dalbraut 16 er nýtt og hið glæsilegasta. Á fjórðu hæð búa hjónin Sigurður Kristófer Óskarsson og Sigríður Guðmundsdóttir. Bæði eru þau fædd á Snæ- fellsnesi þar sem jökulinn ber við himinn. Sigurður tekur á móti mér í ganginum. Hár maður og grannur, teinréttur og kvikur í hreyfingum. Kannski nokkuð stórskorin í andliti. Segist hafa orðið fullorðinn í framan um fertugt en ekki breyst síðan. Frúin tekur á móti mér í dyrunum og við setjumst niður í fallegri stofu sem búin er smekklegum hús- gögnum. Hér er greinilega allt í röð og reglu og þau hjón hafa góða nærveru eins og stund- um var sagt. Sigurður hefur starfaði mikið fýrir Skipstjóra- og stýrimannafélagið Öld- una og Sigríður líka. Hún var meðal annars formaður Kvenfélags Öldunnar um skeið og tók íyrstu skóflustunguna að húsinu við Dal- braut.. Erindið er að fá Sigurð til að segja undan og ofan af lífshlaupi sínu til sjós og lands og við hefjum spjallið. „Ég er fæddur á Snæfellsnesi 18. júlí 1925. Foreldrar mínir bjuggu niður við sjóinn á hjáleigunni Bakkabæ frá Brimilsvöllum, en við fluttum til Reykjavíkur árið 1929. Faðir minn var sjómaður og sem strákur fór ég stundum á sumrin með honum á Hilmi þar sem hann var þá matsveinn. Ekki fékk ég neitt kaup en var pabba til aðstoðar. Það var Alliance sem gerði út Hilmi. Ég man að 1. september 1939 var síldveiðunum hætt það sumarið. Þetta var daginn sem stríðið skall á. Við lönduðum á Djúpuvík og faðir minn fór upp í búð til að kaupa kaffi og fleira því fólk óttaðist skömmtun á nauðsynjum. Móðir mín kom til Djúpuvíkur á sumrin og vann 36 Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.