Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2000, Blaðsíða 8

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2000, Blaðsíða 8
Stöðugleiki 011 skip eru innan reglna Þótt Siglingastofnun hafi lok- ið við að stöðugleikamæla öll skip er áfram fylgst með því að farið sé eftir gildandi reglum þar að lútandi. Samkvæmt upplýsingum stofnunarinnar þarf að stöðugleikamæla skip aftur ef þyngd skipsins breytist um þrjú prósent frá síðustu mælingu. Sömuleiðis halla- mælir stofnunin aftur skip ef á- stæða þykir til vegna breytinga sem hafi áhrif á þyngdarpunkt skipsins. Einnig hefur verið tek- in ákvörðun um að hallamæla öll skip hér eftir á tíu ára fresti sem á að tryggja að stöðug- leikinn sé alltaf í lagi. Þetta er gert vegna þess að ýmsar breytingar eru oft gerðar á skipum eða búnaði þeirra sem ekki eru tilkynntar Siglinga- stofnun. Hins vegar er skylt að tilkynna allar breytingar á skip- um til Siglingastofnunar og þær þurfa að hljóta samþykki hennar. Á árunum 1998 og 1999 var gert sérstakt átak í stöðug- leikamálum á vegum sam- gönguráðuneytis, Stýrimanna- skólans og Siglingastofnunar. Haldnir voru fundir fyrir sjó- menn á 23 stöðum á landinu þar sem fram fór fræðsla um stöðugleika skipa. Þar var bæði fjallað um fræðilegan bakgrunn stöðugleika og þær reglur sem gilda um stöðug- leika voru útskýrðar. Á þessum fundi kom glöggt fram að á- hugi sjómanna á þessu máli er mikill og meðal annars mikið rætt um áhrif hleðslu á stöðug- leika skipanna. Þegar mælingarátak Sigl- ingastofnunar fór fram árið 1997 kom í Ijós að 129 skip höfðu ekki gögn um stöðug- leika. Þá var safnað gögnum um þau skip og nú hefur stofn- unin gögn um öll skip sem skrásett eru hérlendis og þau eru öll innan þeirra reglna sem eru í gildi samkvæmt úttekt Siglingastofnunar. Þeim tilvik- um þar sem skip sökkva hér við land hefur fækkað mjög og að mati Siglingastofnunar er það að þakka þekkingu skip- stjórnarmanna á reglum um stöðugleika og þær kröfur sem stofnunin gerir um að stöðug- leikinn sé í lagi. Eins og marga rekur minni til var mikið um sjó- slys á vertíðarbátum kringum árið 1960 og árin þar á undan. Síðan hefur orðið sú breyting á að skipin eru nú stærrri og betur útbúin og það hefur fækkað slysum mjög auk meiri áherslu á að stöðugleika skipa sé gætt. ■ Tæki fyrir útgerð og vinnslu TSURUMI Tsurumi Pump SLOGDÆLUR ■ ■ Oflugur valkostur fyrir útgerð og vinnslu Vönduð kapalþétting Yfirhitavörn Níösterkur rafmótor 3x380 volt 3x220 volt Tvöföld þétfing meo sílikoni ó snertiflötum Öfluat oa vel opi& með Karbíthnlfum YAMAHA Utanborðs- mótorar Ljósavélar Bensín eða dísel. Allar stærðir. SLEIPNER MOTOR A.S • Bógskrúfur • Skrúfur • Stefnisrör Ráðgjöf- sala-þjónusta 8 Sjómannablaðið Víkingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.