Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2004, Side 6

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2004, Side 6
Halldór Reynisson Sama hvað gerislL - jólaíwgvt&ja Jrólin eru mesta bátíð ársins, tími sem við tengjum gjarnan við margar af bestu minningum I okkar - jafnvel stundum einnig þær erfiðustu - tími þegar við stígum stundum villtan dans J einhvers konar hlutadýrkunar sem grípur okkur - en þó umfram annað tími hins heilaga, minn þegar einhver sérstök tilfinning fyllir loftið. Garnla fólkið á íslandi tók þannig til orða að þá væri heilagt orðið þegar kirkjuklukkurnar hringdu inn jólin á aðfangadagskvöld. Þá átti sér stað og á sér enn, einhver sérstök umbreyting í tíma og rúmi sem mér finnst hvergi vera að finna með sambærilegum hætti og hér á íslandi. Jólin eru hátíð trúar, vonar og kærleika. En jólin fjalla ekki um þessar dygðir með flóknu orð- skrúði, - þau segja okkur næsta barnslega sögu um fæðingu barns endur fyrir löngu - sögu sem við kunnum öll utan að. Jólin eru hátíð trúarinnar því að þessu barni beinist trú okkar kristinna manna. Hún beinist að því að sjálfur Guð kom til okkar manna, varð okkur líkur í litlu barni sem seinna varð að fá- tækum smið og farandkennara. Fyrir okkur marga er þessi trú þversögn, jafnvel eitthvað sem við afneitum þegar svo bregður við, og þó eitthvað sem við getum ekki verið án þegar fýkur í skjólin. Og hvað er að trúa? Að trúa er að treysta líkt og þegar barn treystir góðu foreldri sínu. Það gerðist árið 1989 að gríðarmikill jarðskjálfti reið yfir Armeníu. Meðal húsa sem hrundu var skóli og mörg börn grófust undir rústunum. Faðir ungs drengs í skólanum mundi eftir lof- orði sem hann hafði gefið syni sínum: „Sama hvað gerist ég verð alltaf til taks“, hafði hann lofað drengum. Og nú fór faðirinn af stað og hóf að grafa örvæntingarfullur í rústunum. Menn reyndu að stöðva föðurinn, þetta væri tilgangslaust, börnin væru öll dáin, - en áfram hélt hann að grafa. og klukkustundirnar liðu. Þegar hann hafði grafið í 38 tíma sleitulaust velti hann frá steini. Skyndilega heyrði hann barnsrödd sem hann kannaðist við. Og faðirinn æpti nafn sonar síns: „Armand!" og drengurinn svaraði: „Þetta er ég pabbi“. Fjórtán af börnunum höfðu lifað af í rústunum. Drengurinn hafði haldið í þeim voninni af því að hann trúði loforði föður síns „Sama hvað gerist ég verð alltaf til taks“. Þessi saga beinir sjónum okkar að trúnni, en einnig að voninni. Jólin eru líka hátíð vonarinn- ar, vonarinnar um framtíð. Sá sem ekki á von sér enga framtíð. Þess vegna er barnið oft tákn- mynd vonarinnar, af því að það bendir til framtíðarinnar og á möguleikanna sem þar felast. Von hins kristna manns er tengd þessu barni og Honum sem sendi það í heiminn. „í honurn var líf og lífið var Ijós mannanna“ segir í fyrsta kafla Jóhannesarguðspjalls. Það hefur verið sagt um jólin að þau væru ástarjátning. Ástarjátning Guðs lil manneskjunnar. Við vitum í raun ekki margt um þann leyndardóm sem við nefnum Guð og þó vitum við það að hann er Kærleikur umfram annað. Einhvern veginn tengist leyndardómur tilverunnar nefnilega kærleikanum. Það er í raun merkilegt hvernig jólahátíðin brýtur af okkur klakabönd eigingirni og fær okkur til vinna kærleiksverk. Jólin snúast kannski fyrst og fremst um kærleikann. Fáir hafa orðað það betur en Snorri Hjartarson skáld þegar hann segir, greinilega með jólasöguna í huga: Fegurð og góðvild Þetta tvennt og eitt Hvað er umkomulausara í rangsnúnum heimi Og þó mest af öllu Og mun lifa allt. Gleðileg jól 6 - Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.