Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2004, Qupperneq 27

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2004, Qupperneq 27
ar, skotið til Alþjóðadómstólsins”. Petta ákvæði hafi allir óttast og voru ekki til- búnir að leggja út í deilur við Breta og Pjóðverja sem að öllum líkindum leiddu til úrskurðar Alþjóðadómstólsins um stærð landhelginnar við ísland. Og í þriðja lagi hafi seinkun orðið á stækkun- inni vegna þess að þá hafi aðstæður í at- vinnu- og útgerðarmálum íslendinga eft- ir 1964 verið gjörbreyttar frá því sem hafði verið á árunum 1958 og 1959. Sildarævintýrið á árunum 1964 til 1968 hafi leitt til áherslu á síldveiðar í stað þorskveiða og því lítil ástæða til að knýja á um nýja baráttu í landhelgismálinu. Lúðvík dregur þarna rökréttar ályktanir um það hvers vegna svona löng seinkun varð á frekari útfærslu. Pað hafi hrein- lega hvorki gefist tími né tilefni til þess. Einnig er hægt bæta við og taka undir orð Hans G. Andersen í þeim efnum, þ.e.a.s. að þróunin á alþjóðasviðinu hafi haft þarna áhrif og óttinn við innrás er- lendra togara á íslensk fiskimið hafi rek- ið á eftir íslenskum ráðamönnum að gera eitthvað í málinu. Það má því segja að samspil allra fyrrgreinda þátta hafi leitt lil þessarar þróunar og niðurstöðu. En hvers vegna að færa fiskveiðilög- söguna út í fimmtíu mílur en ekki til dæmis fjörtíu eða jafnvel sextíu? Lúðvík Jósepsson nefnir tvær meginástæður fyrir þessari viðmiðun. Sú fyrri væri að 97% alls þorsks sem veiddur var við Island veiddist innan fimmtíu mílna markanna og 100% allrar ýsu. Önnur ástæða hafi verið lagalegs eðlis. Ef fært hefði verið lengra út en fimmtlu mllur hefði líklega þurft nýja lagasetningu frá Alþingi og slíkt var talið óheppilegt í þessu sam- bandi. Bretar og V-Þjóðverjar kæra fyrir- hugaða stækkun fiskveiðiland- helgi íslands til Alþjóðadóm- stólsins í Haag Þann 15. febrúar 1972 samþykkti Alþingi ályktun ríkisstjórnarinnar um uppsögn samninganna við Breta og V-Þjóðverja frá 1961 og að fiskveiðilandhelgin skyldi færð út í 50 mílur eigi síður en 1. sept- ember 1972. Á grundvelli þessarar álykt- unar var síðan gefin út reglugerð um ný fiskveiðitakmörk við ísland, sem undir- rituð var 14. júlí 1972. Þann 24. febrúar tilkynnti Einar Á- gústsson, utanríkisráðherra íslands, Bret- um og V-Þjóðverjum yfirlýsta stefnu Al- þingis í landhelgismálum og þar með að íslendingar litu svo á að samningurinn frá 1961 væri ekki lengur í gildi. Þessu svöruðu sendiherrar Breta og V-Þjóðverja hér á landi með því að bera fram mót- mæli gegn þessari skoðun íslendinga. Báðir sendiherrarnir lögðu áherslu á að þjóðir þeirra teldu samningana frá 1961 í fullu gildi og þar með ákvæðið um mál- skot til Alþjóðadómstólsins. Þann 7. mars 1972 tilkynnti breska ríkisstjórnin opinberlega að hún myndi skjóta máli þessu til Alþjóðadómstólsins í Haag á grundvelli samninganna frá 1961. Þann 14. apríl 1972 barst dóm- stólnum siðan formleg kæra Breta og i maímánuði barst samskonar kæra V- Þjóðverja. Þýski embættismaðurinn Gero Möcklinghoff greinir frá ályktun íslensku ríkisstjórnarinnar í Deutsche Fischerei, sem er ársrit fæðu-, akuryrkju og skóga- ráðuneytisins í V-Þýskalandi, það santa ár, um fyrirhugaða útfærslu landhelginn- ar og segir þar að bæði Bretar og V-Þjóð- verjar væru ekki í nokkrum vafa urn ó- lögmæti þessarar ályktunar og teldu ís- lendinga vera ennþá bundna af samning- unum frá 1961. Þar að auki teldu þeir að Alþjóðadómstólinn myndi sennilega komast að þeirri niðurstöðu að íslend- ingar skyldu bíða eftir fyrirhugaði haf- réttarráðstefnu Sameinuðu þjóðanna. Ennfremur segir þar að vestur-þýska rík- isstjórnin væri tilbúin til að ræða um að draga úr fiskveiðum sínum við ísland ef aðrar þjóðir mundu einnig gera það. Hans G. Andersen segir að íslendingar hefðu ekki viðurkennt lögsögu Alþjóða- dómstólsins í þessu máli þar sem Alþingi íslendinga hafði þá samhljóða samþykkt ályktun um að skuldbindingar samnings- ins frá 1961 um málskot til hans hefði náð tilgangi slnum og samkomulagið væri úr gildi fallið. Ríkisstjórn íslands hefði því ekki haft fulltrúa við réttar- höldin í Haag. íslendingar hefðu þó sent margvíslegar upplýsingar til dómstólsins urn afstöðu íslendinga og sjónarmið án þess þó að nokkrar skuldbindingar um þátttöku í dómnum fylgdu. Engu að síð- ur ákvað dómstóllinn að hann hefðu dómsögu í málum þessum. Hann segir ennfremur að í greinagerðum sínum og munnlegum málflutningi hafi ríkisstjórn- ir Bretlands og V-Þýskalands mótmælt útfærslu fiskveiðimarkanna á þeim grundvelli að tólf mflna mörk væru há- mark að alþjóðalögum. í örstuttu máli sagt felldi dómstóllinn úrskurð Bretuni og V-Þjóðverjum í vil. íslendingum var bannað að færa fiskveiðilögsögu sína út og úrskurðað var að stöðva skyldi fyrir- hugaðar aðgerðir gegn Bretum. Það má svo spyrja sig að lokum hvort íslending- urn hafi verið lagalega heimilt að segja upp samkomulaginu frá 1961 einhliða og neita að hlýta úrskurð Alþjóðadómstóls- ins. Reynt til streitu að komast að samkomulagi við Breta og V-Þjóðverja Að sögn Lúðvíks Jósepssonar voru fundir íslenskra ráðherra með Bretum sumarið 1972 án árangurs. Hann segir að Bretar hefðu verið ósveigjanlegir til að semja um nokkurn skapaðan hlut. Þeir vildu ekki viðurkenna eftirlitsrétt íslendinga utan tólf mílnanna og vildu aðeins draga úr sókn breskra skipa á íslandsmið ef ís- lendingar gerðu hið sama. Þetta er lík- lega rangt mat hjá Lúðvík, að Bretar hefðu verið ósveigjanlegir í samningum. Þeir vildu hins vegar ekki ganga að til- boði íslendinga, sem þeir töldu ekki vera „óraunhæft” en voru eftir sem áður til- búnir í samningafundi. Gero Möcklinghoff segir vestur-þýsku ríkisstjórnina hafa í ölluni viðræðum þetta ár verið tilbúna til að viðurkenna hversu mikil lífsnauðsyn fiskveiðar væru fyrir íslendinga. Hún hafi þess vegna boðist til að draga úr veiðum þýskra skipa á „veiðisvæði V a)” (þetta nafn kemur frá Alþjóðahafrannsóknarráðinu) og langt út fyrir 50 mílurnar. Þetta yrði gert á grundvelli meðaltals fiskveiðiafla síðustu tíu ára sem var um 120.000 tonn á ársgrundvelli. Þýsk yfirvöld mundu þá fylgja skynsamlegum reglum sem væru settar í varúðarskyni til verndar fiski- stofnunum. Þau hafi því fallist friðun hrygningarstöðva og stækkun á verndar- svæði íslenskra fiskibáta. Þrátt fyrir þetta hafi íslensk stjórnvöld hafnað tillögu þessari. Hann segir ennfremur vona að viðun- andi niðurstaða fáist í viðræður sem fylgja muni í náinni framtíð og að hætt- unni á óhappaverkum verði þannig af- stýrt. Hann leggur svo áherslu á að þrátt fyrir allan skilning á stöðu íslendinga verði að hafa hugfast að um 90% aflans af íslandsmiðum komi frá svæðurn innan við fimmtíu mílna mörkin. Möcklinghoff bendir einnig á að Bretar, íslendingar og V-Þjóðverjar veiði um 94% þess afla sem veiðist á hafsvæðinu kringum ísland og þvi muni deilan um útfærslu landhelg- innar einkum standa milli þessara þdggja þjóða. Inn í þessar deilur við V-Þjóðverja og Breta blandaðist Efnahagsbandalag Evr- ópu. Um þessar mundir var verið að komast að samkomulagi um að iðnaðar- vörur frá Efnahagsbandalaginu fengju sömu tollmeðferð og hliðstæðar vörur frá EFTA-löndunum. Fyrir þessi tollfríðindi skyldi lækka nokkuð tolla á útflutnings- Sjómannablaðið Víkingur - 27
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.