Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2004, Page 44

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2004, Page 44
einnig að finna hjá þeim sem vinna á tólf klst. næturvöktum, t.d. þegar stýrimaður gengur næturvaktina á móti skipstjóranunr. Mikið hefur verið rætt hvcrs konar vaktafyrirkomulag eigi að vera urn borð m.t.t. álags í vinnu og svefnraskana. Ekki fundust rannsóknir á 6 tíma kerfinu en ljóst er að öll hafa sex, átta og tólf tírna vaktavinnukerfi sína kosti og galla. Rannsóknir hafa þó sýnt að þar sem skipting vakta er örari liður einstakling- um betur. Einnig benda sömu niðurstöð- ur til þess að aukin vellíðan sé hjá þeim sem vinna færri samfelldar næturvaktir á vaktatímabilinu. Niðurstöður úr 2. hluta rann- sóknarinnar „áhrif hvíldar á heilsu og öryggi sjómanna” a) Vellíðan í vinnu, samskipti og vinnu- umhverfi Niðurstöður sýna að um 77% sjómanna líður vel eða mjög vel i vinnu sinni. Ekki var hægt að sjá mismunandi útkomu eft- ir því hvort skip voru lengur eða skemur úti í einu. Það senr skipti máli var virk endurgjöf og hlustun yfirmanna, úrlausn ágreiningsmála og almennir stjórnunar- hættir. Niðurstöður rannsóknarinnar á þessum þætti eru ekki ólíkar þeim niður- stöðum sem fengist hafa úr rannsóknum hjá öðrum starfstéttum, þar sem kom í ljós að stjórnunarhættir af ólíkum toga virðast hafa mikil áhrif á vellíðan ein- staklinga í vinnu. b) Félagslegar aðstæður Það sama á við um sjómenn og annað vaktavinnufólk að félagslegar aðstæður þeirra eru oftar bágbornari en þeirra sem vinna reglulegan vinnutíma. Um 52% svarenda voru almennt ánægðir eða rnjög ánægðir með aðstæður um borð. Kvörtun manna fólst aðallega í því að að- staða til hvíldar þ.e. dýnuundirlag væri ekki gott. Um borð í þremur skipum vantaði aðstöðu til hreyfingar eða lík- amsræktar. Niðurstöður sýna að um 83% sjó- manna í rannsókninni voru annað hvort giftir eða í sambúð. Ekki var hægt að nálgast neinar tölulegar upplýsingar urn tíðni skilnaða innan stéttarinnar en nið- urstöður Hagstofunnar sýna ekki neina aukningu á skilnaðartíðni almennt á ár- unum frá 1990 til 2002, ólíkt því sem fram hefur komið í umræðu í þjóðfélag- inu af og til undanfarin ár. c) Sálrænir þættir og kvillar. Niðurstöður sýna að um 18% einstak- linga, sem þátt tóku í rannsókninni höfðu fundið fyrir kvíða undanfarna sex mánuði, 33% höfðu fundið fyrir depurð og upplifað áhyggjur síðastliðna sex mánuði sem rekja mátti til félagslegra að- stæðna. Ef einstaklingurinn fær í ofaná- lag ekki næga hvild og lifir við aðstæður þar sem tnikil þreyta er farin að gera vart við sig er hann engan veginn í stakk bú- inn til að takast á við og mæta þeim kröfum sem gerðar eru til hans. Því lend- ir hann oftar en ekki í togstreitu við sjálfan sig og í vítahring sem hann á erfitt með að koma sér úr. Sjá má að um 44% höfðu upplifað þreytutilfinningu undanfarna sex mánuði með sjáanlegum líkamlegum sem andlegum álagseinkenn- um. Þessar niðurstöður og þær sem korna fram í “heilsutengd lífsgæði” og “svefn og svefnvenjur” sýna að erfiðleik- ar, sem tengjast svefni og vaktavinnu- kerfi, eru að hafa veruleg áhrif á líðan og almenna heilsu þessara einstaklinga. d) Viðhorf til vinnu og vaktavinnu. Um 66% þátttakenda svöruðu því til að þeim liði vel í vinnu sinni, um 88% hafa áhuga á starfi sínu, um 91% hafa áhuga á að þróast í starfi og þeim þykir vinnu- franrlag sitt hafa tilgang fyrir fyrirtækið. Þeir telja sig gera raunhæfar væntingar til sín í vinnu en 33% þeirra gæta ekki að sér að ofgera sér. Um 88% telja sig ráða vel við vaktavinnuna en á móti svarar stór hluti þeirra eða um 47% að aðstæð- ur á vinnustaðnum hafi mikil áhrif á svefn þeirra og þá ekki síst vaktavinnan. Um 90% taka það fram að þeir myndu kjósa að vinna dagvinnu frekar en vakta- vinnu. Niðurstöður úr 3. hluta rann- sóknarinnar “svefn og svefnvenj- ur” Af niðurstöðum þessa hluta rannsóknar- innar nrá glögglega sjá að einstaklingarn- ir sofa að jafnaði styttra en æskilegt er og þeir þurfa. Þessi niðurstaða kemur heirn og saman við rannsóknir á vaktavinnu- fólki í öðrurn stéttum. Langt yfir 90% töldu sig sofa að meðaltali fjóra tíma á fyrri vaktinni en um 2-3 klst. á þeirri seinni. Ef tckið er tillit þess hvenær vaktaskiptingin er, þá þurfa menn, sem eru að koma á vakt eftir hvíld um há- degi, að vakna unr klst. fyrr til að ná að borða og tapa þar af leiðandi síðasta og mikilvægasta tímanunr af svefninum, þ.e. þegar hann er hvað dýpstur. Þeir sem eru aftur á móti að koma af vakt eru nýbúnir að borða áður en þeir fara í hvild, en rannsóknir sýna að gæði svefns eftir nrál- tíð eru léleg, þar sem mikil orka fer í að melta matinn á meðan sofið er. Niðurstöður svefnmælinganna eru at- hyglisverðar; 57% vakna ekki úthvíldir á morgnana oftar en 3 - 5 sinnum í viku og daglega, 52% einstaklinga finna fyrir syfju að degi til oftar en 3 -5 sinnum í viku og daglega, 19% vakna oftar en 3 - 5 sinn- um í viku og daglega sökum verkja, 41% hefur ama af hrotum, 66% einstaklinga finna fyrir stirðleika eftir svefn, 20% eiga við verulegar svefntruflanir að stríða (Insomnia) með tilheyrandi ein- kennum. Þessar niðurstöður sýna fram á svefn- truflanir og svefnrofa, þar sem gæði svefns eru verulega skert. Þær koma heim og saman við rannsóknir, sem sýna fram á tengingu erfiðs vaktavinnufyrir- komulags með tilheyrandi áhættu á and- legum sem líkamlegum sjúkdómum og afleiðingum þeirra. Sjáanlegur munur var til batnaðar með nýrri og sérhannaðri dýnu. Fjöldi virkni- mælinga voru samtals 424 nætur þar sem 206 voru á eldri dýnu og 218 á nýrri. Niðurstaðan var sú að svefninn lengdist að meðaltali um 36 mínútur á nýju dýn- unni á heildina litið. Það kom jafnframt fram í virknimæl- ingunum að þeir sem vinna á næturvakt- inni eru með mun verri svefn að jafnaði en þeir sem ganga vaktina á móti. Því má fullyrða að þeir einstaklingar séu i nreiri KEMHYDRO - salan Snorrabraul 87 • 105 Reykjavík Sími: 551 2521 • Fax: 551 2075 Tæringarvarnarefni fyrir gufukatla 44 - Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.