Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2004, Page 50

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2004, Page 50
Skipstjóri þessa skips hefur verið í haldi á Spáni í rúm tvö ár eftir að skipið fórst innar sem staðsett er í Vancouver CSCL ASIA mun vera stærsta gámaskip heimsins í dag. Hversu lengi skipið, sem skráð er i Hong Kong, heldur þeim titli er erfitt að segja til um en skipið hefur nú teygt sig upp fyrir risagámaskipin hjá Mærsk. Skipið getur flutt 8,064 TEU gámaeiningar. Ekki er talið að skipið haldi þessum titli lengi þar sem Mærsk er talið vera með 11,000 TEU gámaskip á teikniborðinu. Þeir passa sig að láta ekki aðra verma toppinn lengi. Farþegaskipin stækka líka í harðri samkeppni skemmtiferðaskipanna eru menn að panta stöðugt stærri og stærri skip þar sem mikil aukning hefur orðið í þessari grein siglinganna. Carnival skipafélagið hefur tilkynnt um að þeir séu að fara í gang með hönnun og smíði á risa- skemmtiferðaskipið sem eigi að verða tilbúið árið 2009. skipið mun verða un 170 til 180 þúsund tonn að stærð eða urn 10 til 20 þúsund tonnum stærra en stærsta skemmtiferðaskip sent nú er í smíðum og á að afhendast frá Aker samsteypunni árið 2006. Erfiðleikar með farm Síðastliðin fjögur ár hafa Spánverjar og Tyrkir deilt um ábyrgð á 2000 tonna farmi af úrgangi frá orkuveri sem lestað hafði ver- ið um borð í flutningaskipið Ulla. Það hefur aukið enn á vand- ann að skipið sem hafði legið við akkeri við borgina Iskenderun í Tyrklandi allan þennan tíma gaf upp öndina og tók upp á því að sökkva. Nú hefur því vandinn enn aukist þar sem nú er farmurinn kominn á hafsbotn en fyrir þann tíma var rifist um það með hvaða hætti hann endaði um borð í skipinu og hvernig því tókst að sigla frá Spáni til Tyrklands. Ferð skipsins var nefnilega heitið til Alsír en eitthvað bar það af leið. Ofuröldur Nú hefur komið í ljós að það sem menn hafa kallað ofuröldur (- freak waves) fram til þessa virðast ekki vera svo óalgengar eins og talið hefur verið. Ofuröldur eru öldur að hæðinni 25 metrar en í nýlegum gervitunglarannsóknum á öldum í heimshöfunum hefur komið í ljós að þó nokkuð er af öldum af þessari stærð. Mældist á þriggja vikna tímabili hvorki meira eða minna en 10 slíkar öldur. Unnið er að því að leita leiða til að spá fyrir urn slíkar ofuröldur. Bent er á að í Agulhas straumnum sem er und- an austurströnd Suður Afríku er sérstaklega hættulegt svæði. Fleiri konur á sjó Hollenski samgönguráðherrann frú Karla Peijs hefur hafið her- ferð til að hvetja konur til starfa á sjó til að mæta vaxandi þörf fyrir vinnuafl til sjós. Hefur hún einnig í hyggju að hvetja aðrar þjóðir til að gera slíkt hið sama. Hún sagði vissulega vera á- hyggjufull hvað varðaði ótilhlýðilega hegðun karlmanna urn borð í skipum gangvart kvenkynsskipverjum en þessu yrði ef- laust best fyrirkomið með því að hafa eingöngu kvenmenn í á- höfnum sumra skipa. Hefur hún jafnframt áhyggjur af því að konur hætti störfum á sjó vegna menningarlegs umhverfis um borð í skipunum. Benti hún á að einungis væri um 25.000 kon- ur til sjós á móti 1,25 milljónum karlmanna. Megnið af konun- um væru i áhöfnum farþegaskipa en einungis 6% væru yfir- menn. Slapp ódýrt Rússneskur skipstjóri lenti heldur betur í því þegar hann kom á tankskipi til hafnar í Mongstad í Noregi fyrr á þessu ári. Til að komast til hafnar þurfti skipstjórinn að taka lóðs sem ekki átti að vera svo mikið mál fyrir hann. En það sem hann gerði sér ekki grein fyrir var að lóðsinn var ekki beint ánægður með fnykinn sem lagði frá skipstjóranum og kallaði hann því í lög- reglu og lét skipstjórann varpa akkeri. Kom lögregla á bát út í skipið þar sem áfengismæling var gerð á skipstjóranum. í ljós kom að áfengismagn var mikið í kallinum eða 2,02 promill sem er nokkuð í hærri kantinum eða þannig. Fékk skipstjórinn 50.000 króna sekt sem ekki þótti vera mikið en vinnan fauk einnig þar sem útgerð skipsins sendi alla vega nýjan skipstjóra til að halda siglingu skipsins áfram. Skipasmíðar Víetnamíska skipasmíðastöðin Vinashin tókst á síðasta augna- bliki að fá aðstoð við fjármögnun á smíði 15 stórflutningaskipa fyrir breskt skipafélag. Mikið hafði gengið á til að tryggja þenn- an samning en erfitt var að finna fjármögnun og var skipa- smíðastöðin á síðasta snúningi að missa samninginn. Svona stór samningur skapar mörg störf og því var mikið i húfi en verð- mæti hans var upp á 322 milljónir dollara. Súesskurðurinn lokaðist í tvo daga eftir að rússneskt olíuskip varðfyr- ir stýrisbilun Skurðurinn lokast Fyrstu vikuna i nóvember lokaðist Súesskurðurinn yfir eina helgi. Slíkt hefur ekki gerst síðan í Yom Kipur stríðinu upp úr 1965. Að þessu sinni var það ekki af pólitískum toga spunnið heldur vegna bilunar í stýrisbúnaði rússneska oliuskipsins Tropic Brilliance sem er 155 þúsund tonn að stærð. Skipið strandaði og lenti þversum í skurðinum þannig að engin skip kornust framhjá hinu strandaða og bilaða skipi í tvo sólar- hringa. Fimmtíu og tvö skip voru föst í skurðinum þennan tíma en fleiri hundruð skip biðu beggja vegna skurðarins af þessum sökum. Eigendur skurðarins upplýstu að fyrir hvern dag setn skurðurinn var lokaður tapaði fyrirtækið 7 milljónum dollara. 50 - Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.