Náttúrufræðingurinn - 1931, Síða 4
114
NÁTTÚRUFR.
þá ánægju, að sjá þau með eigin augum. Maður skyldi því
ætla, að þekking vor á lifnaðarháttum þeirra fáu fuglategunda,
sem björgin byggja, væri nokkuð fullkomin, en það er öðru
nær. Því virðist hafa verið lítill gaumur gefinn, hvaða áhrif
fuglamilljónhmar hafa á búskap náttúrunnar í sjónum, menn
vita nokkurn veginn, hve mikið af kjöti og fiðri fuglabjörgin
veita bæjunum í kring, en fáir munu brjóta heilann um það,
hvað sé undirstaða þessara hlunninda. Við sjáum fuglamill-
jónirnar stinga sér niður í djúpið til þess að njóta góðs af auð-
æfum þeim, sem þar eru, en hvað sækja þeir þangað? Þessi
litla ritgerð á að vera svar við spurningunni, hún er tilraun til
þess að vekja áhuga manna á þessum merka þætti í lífi svart-
fuglanna, og hvetja Pétur eða Pál til þess að rannsalca þetta
nánara.
Auk hinna eiginlegu svartfugla, er ritan, fýllinn og súlan
í tölu þeirra fugla, sem mest ber á í fuglabjörgunum, en um
líf þeirra skal ekki fjölyrt hér. Árið 1844 hneig geirfuglinn
í valinn, og þar sem teistan er ekki eiginlegur bjargfugl, eru
svartfuglar þeir, sem nú byggja fuglabjörg íslands, þessir:
Langnefja, stuttnefja, haftyrðUl, álka og lundi.
Haftyrðillinn verpir einungis í Grímsey, suðurtakmörk varp-
stöðvanna eru þar, því hann á heima í köldum höfum. Meðal
svartfuglamilljónanna við Island, gætir hans lítið. Af hinum
tegundunum fjórum er mesti urmull meðfram öllum ströndum
landsins, þó munur sé á því, hvar mest ber á hverri tegund.
Mest er af lundanum við vesturströndina, einkum á Breiðafirði,
og vesturhluta Faxaflóa, en allsstaðar er þó nokkuð um hann.
Svartfugl í þrengri merkingu, þýðir hinar tegundirnar þrjár:
langnefju, stuttnefju og álku, og það eru einkum þær, sem við
viljum athuga.
1 marz og fyrst í apríl, fer svartfuglinn að koma í björgin,
dálítið fyr sunnanlands en norðan. Upp frá því er ys og þys í
björgunum allt sumarið, þangað til ungarnir fara að veioa
sjálfbjarga, og steypa sér í' hafið, við hlið foreldranna, vana-
lega síðast í júlí og í ágúst. Eftir þetta dreifa fuglarnir sér
yfir mikið svæði, og ber því minna á þeim en ella.
Álkan má heita mjög algeng allsstaðar við ísland, en þó
er ekki eins margt um hana eins og langnefjuna (og stuttn.),
enda er hún sjaldgæfari austari- og norðanlands en við suður-