Náttúrufræðingurinn - 1931, Side 8
118
NÁTTÚRUITR.
mynd um mergðina, má geta þess, að í apríl 1928 kom það fyrir,
að 80—100 bátar úr Vestmannaeyjum báru 200.000 af stórfiski í
land á einum degi.
Að gotinu loknu berast seiðin og eggin með straumunum
norður og vestur fyrir land, seiðin stækka fljótt, og fara að tín-
ast úr svifinu inn á grunnsævi, og leita botnsins. Eftir mynd-
inni má fá hugmynd um útbreiðslu eggjanna og seiðanna á tím-
anum frá apríl til ágúst. Líkt og þorskurinn, haga margir aðr-
ir íslenzkir nytjafiskar sér, t. d. ufsi, ýsa og síld, svo heildarút-
koman verður sú, að á vorin og sumrin er aragrúi af fiskieggj-
um og fiskiseiðum við vestur- og noi’ðurströnd landsins, enda
hafa fengist 5000 þorsklirfur í strigaháf með 2 metra þvermáli,
dreginn 15 mín. rétt undir yfirborði sjávarins við Látrarbjarg
f júní. —
Það er þessi átumergð við Norður- og Vesturlandið, sem
gerir það að verkum, að hér safnast svartfuglinn að varpi.
Sé svartfugl skotinn við austurströnd Islands, t. d. kring-
um miðjan júní, og sé fæðan rannsökuð, kemur það í ljós, að
fuglinn hefir einkum borðað stóran fisk, t. d. þyrskling, loðnu,
sandsíli, o. s. frv. En skjóti maður fugl fyrir Vestfjörðum á
sama tíma árs, er maginn vanalega fullur af fiskiseiðum, en
litlu sem engu af stærri fiski. Reyndar verður að gæta allrav
varúðar við magarannsóknirnar, því ef fuglinn deyr ekki alveg
við skotið, getur hann ælt upp miklu af fæðunni, áður en mað-
ur nær tii hans. Ennfremur verður rannsóknin að fara fram
strax eftir dauðann, því annars eyðileggur meltingarvökvinn
von bráðar leyfar fæðunnar.
Þegar veður er stillt og gott, er oft tækifæri til þess að
veita því eftirtekt af skipsfjöl, hvernig svartfuglarnir, t. d. lang-
vían, veiða fiskiseiðin. Ungar, sem eru tæplega fleygir, eru ekki
allt af varir um sig, og koma stundum svo nálægt skipinu, að
hægt er að skoða atferli þeirra í góðu tómi. Þeir kafa ekki
djúpt, í mesta lagi einn meter, en bera vængina mjög ört, fæt-
urna hreyfa þeir ekki. Þegar komið er undir yfirborðið, byrjar
eltingaleikurinn, og er honum svo haldið áfram, annað hvort
þangað til fuglinn verður að hætta við og koma upp, eða þangað
til hann hefir náð í eitt seiði. Langnefjan tekur einungis eitt
seiði í einu, og grípur það allt af um miðjuna. Því er víða haldið