Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1931, Page 10

Náttúrufræðingurinn - 1931, Page 10
120 NÁTTÚRUFR. 587 kvarnir, auk margra, sem voru með öllu eyðilagðar. Það var hægt að ákveða það með fullri vissu, úr hvaða fiski- tegundum kvarnirnar voru, nokkrar þeirra eru sýndar á 6. mynd. 4. í görnunum var talsvert af mauki, sem ómögulegt var að ákveða nánar. Svo mikið er víst, að þessi eina langnefja hefir etið að minnsta kosti 450 seiði, og þar af hafa líklega 150 (40 í kokinu -f 110 í vél. og kirtilm.) verið tekin í einni máltíð, skömmu áður en hún var skotin. Rannsóknir á ýmsum svartfuglum við vestanvert Island hafa leitt það sama í ljós. Aðal-fæðan er þar á vorin og sumrin seiði nytjafiskanna, þótt einnig geti borið nokkuð á annari fæðu. Mest ber á seiðum þorskfiskanna, einkum þorsksins, í maga svartfuglanna. Samkvæmt rannsóknum, sem W. E. Kollinge hefir gert, mun það láta nærri, að álkan melti fullkomlega nýjan fisk á 3 eða 314 stundu. Margt bendir á, að meltingin sé enn þá fljótari, og munu kvarnirnar, sem ekki eru stærri en einn millimeter, einnig fljótt leysast upp. Á þeim tíma ársins, þegar svartfuglaskararnir byggja fugla- björgin, er svo að segja jafnbjart nótt sem dag, svo fuglarnir borða allan sólarhringinn. Eftir dæminu, sem nefnt var, kem- ur það í Ijós, að einn fugl getur hæglega borðað 150 fiskaseiði í einni máltíð, og þar sem meltingin gengur svo fljótt fyrir sig, er ekkert því til fyrirstöðu, að slík máltíð endurtakist að minnsta kosti 5 sinnum á sólarhring, og etur þá hver fugl ca. 750 seiði á sólarhring. Eftir rannsóknum mínum að dæma, er þetta þannig í júlí, þegar hvert þorskseiði vegur að jafnaði 250—400 milligrömm, en í miðjan júní, þegar seiðin vega í mesta lagi einn 10 hluta af þessum þunga, þarf vitanlega miklu fleiri til þess að seðja svartfuglinn. Um miðjan júní fara ung- arnir að koma úr eggjunum, og því er matarþörfin mikil, ein- mitt um það leyti. Ef gert er ráð fyrir, að í Látrarbjargi einu séu 50.000 svartfuglar, sem ugglaust er mörgum sinnum of lít- ið, og hver fugl eti 500 þorsk- og ýsuseiði á dag, þurfa fuglarn- ir í Látrarbjargi 750 milljónir seiða sér til viðurværis á einum mánuði. Ef öll þessi seiði hefðu lifað og náð að þroskast til fimm ára aldurs mun það láta nærri að þau hefðu þá vegið 1500 milljónir kílóa, eða um 6 sinnum meira en allur þorsk-

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.