Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1931, Page 12

Náttúrufræðingurinn - 1931, Page 12
122 NÁTTÚRUFR. þekkja, vildu gera okkur þann greiða, að senda okkur nokkur orð um það. Ef við aðeins gætum fengið tölur, sem gefa hlut- fallið nokkurnveginn í skyn, síðasta eða síðustu árin, væri mik- ið unnið. Annað vantar einnig upplýsingar um, en það er, hve- nær varpið fer fram á ýmsum stöðum, hvenær það byrjar, hve- nær það nær hámarki og hvenær því er lokið, einnig hvenær ungarnir koma úr egginu, hvenær þeir eru fleygir, o. s. frv., helzt sundurliðað eftir tegundum. Þeir íslenzkir vísindamenn, sem vinna að náttúrufræðilegum rannsóknum, eru fáir, en land- ið er stórt og viðfangsefnin mörg. Þess vegna verður íslenzk al- þýða að vera öllum rannsóknum hlynnt, og láta sinn skerf af hendi. Við verðum að vinna saman allir sem einn, og við viljum allir eitt: gagn atvinnuveganna. Á. F. Plátó. Frá alda öðli hafa menn þekkt fimm reikistjörnur: Merkúr, Venus, Marz, Júpíter og Satúrnus. Allar þessar reikistjörnur sjást með berum augum. Reikistjörnur nefnum við nú fylgihnetti Sólar vorrar, og er Jörðin ein þeirra. Satúrnus var sú reikistjarn- an, sem fjarlægust var Sólinni, og myndaði þannig yztu takmörk sólkerfis vors. Hér eru undanskildar halastjörnur, sem einnig til- heyra sólkerfinu. Árið 1781 fluttust þessi takmörk út á við, því að þá fann Herschel reikistjörnuna Úranus. Braut Úranusar var fljótlega reiknuð út og þá kom í ljós, að hann var fjær Sólu en Satúrnus. Einnig sýndi það sig, að menn höfðu áður athugað Úranus, án þess þó að uppgötva að það var reikistjarna. Nákvæmar töflur voru gerðar yfir hreyfingu þessarar nýfundnu stjörnu, en þrátt fyrir alla nákvæmni vildu töflurnar ekki koma heim við athug- anirnar. Menn fór þá að gruna, að ástæðan til þessarrar óná- kvæmni væri óþekkt reikistjarna, sem truflaði Úranus í braut sinni. Englendingurinn Adams og Frakkinn Leverrier reiknuðu báðir út hvar sú reikistjarna ætti að vera, ef hún á annað borð væri til. Þeir komust báðir að svipaðri niðurstöðu, án þess þó að vita hvor af öðrum. Galle í Berlín fann svo árið 1846 reikistjörn- una Neptúnus eftir tilvísun Leverrier’s. Neptúnus var yzta reiki- stjarnan, sem menn þekktu í sólkerfi voru. Braut sú, sem reiknuð var fyrir Neptúnus, hefir fullnægt athugunum margfalt betur en

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.