Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1931, Side 14

Náttúrufræðingurinn - 1931, Side 14
124 NÁTTÚRUFR. ar 30,1- Plútó er því nú yzta reikistjarnan sem viS þekkjum í sólkerfinu. Myndin sýnir sólina (í miðjunni), þá kemur Jarðbrautin og svo Marzbrautin, Júpíterbrautin, braut Satúrnusar, Nep- túnusar og yzt braut Plútós. Á myndinni virðist svo sem braut- ir Plútós og Neptúnusar skerist. Svo er þó ekki, því brautirn- ar liggja ekki í sama fleti. Hallamismunur brautanna er það mikill, að minnsta fjarlægð milli þessara reikistjarna er 2(4 sinnum meiri en fjarlægð jarðarinnar frá sólunni, og um 9000 ár munu líða þangað til fjarlægðin verður svo lítil. Það sést á myndinni, að Plútó er stundum nær Sólu en Neptúnus. Plútó er dimmur hnöttur eins og Jörðin og fær ljós sitt frá Sólunni. Stærð hans og mæld (mass) mun vera svipuð og Jarðarinnar. Steinpór Sigurðsson. Hvítabirnír. Eftir Ársæl Árnason. „Bjarndýr!“ Rétt við eyrað á mér urgar eins og jötunefldar vígtennur séu að bryðja eikina í byrðingnum. Báturinn er að ryðjast gegnum lausa jaka og það er eikin, sem er að mylja brúnirnar á þeim. Uppi veit maður varla af því. En legurúm mitt er í sömu hæð og sjávarskorpan og þar lætur skruðningurinn svo illa, að það er eins og maður geti búist við skörpu jakahorni inn úr skipssúðinni á hverri stundu. Svefninn verður laus og órafull- ur. Var mig að dreyma? „Bjarndýr! Bjarndýr!" Það er Bogi, sem kallar niður um lúkuopið. Og hann er í vígamóð, það er auðheyrt á x-öddinni. Hvernig á að lýsa því, hvernig það er, að vakna við þetta kall? Það er steinaldarmaðui'inn, sem vaknar upp. Hver taug er strengd, hver vöðvi er stæltur, líkaminn er gripinn einkenni- legum skjálfta. Eitthvað grípur maður af fötum á sig — hvern- ig þau fara er aukaatriði. Byssan, skotfærin, hlífðargleraugun — þar vottar þó fyrir ofurlítilli hugsun, en hún er knúin fram af nauðsyn, svo gífurleg eru viðbi’igðin að koma úr dimmum klefanum upp í takmarkalausa snjóbirtuna.

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.