Náttúrufræðingurinn - 1931, Síða 16
126
NÁTTÚRUFR.
ísnum berst hann suður með austurströnd Grænlands, suður á
Labrador og New Foundland. — Þessi lönd eru, eins og kunnugt
er, all-miklu sunnar en ísland, en eru j)ó köld lönd, vegna kaldra
hafstrauma, er um ]>au leika.
Á íshafinu eru harðari vetur og meiri frost en annarsstaö-
ar. ísinn, sem heita má, að þeki allt hið mikla hafflæmi frá Sí-
beríu til Grænlands, frá' Noregi til Alaska, er á stöðugri hreyf-
ingu fyrir áhrif vinda í loftinu og strauma í hafinu. Hann ým-
ist frýs saman eða molnar sundur; straumarnir þrýsta honum
saman svo að allt brestur og molast, hrúgast upp eða þrýstis:
niður í djúpið. Þetta eru heimkynni hvítabjarnarins. Hann á
hvergi „blííanlegan samastað". Jaki, sem hann velur sér að
hvílustað, brestur máske þegar minnst varir, en þá ílytur
hann sig bara yfir á annan. Þarna er hann á stöðugu ílakki og
ísinn á stöðugri ferð með hann. En þarna er hann líka kon-
ungur í ríki sínu. Hann þekkir engan óvin, sem hann þarf að
óttast. Hamfarir vetrarveðranna fá ekkert á hann. Um hafið
syndir hann með 4-—5 km. hraða á klukkustund (álit Scores-
bys), eða nálægt því sem gangandi maður fer á landi. Hvíta-
birnir hafa komið á land hér, þó að hvergi sæist til íss nema of-
an af fjöllum, og sýnir það, að hann hikar ekki við að leggja
út í nokkrar vegalengdir á opnu hafi.
MATARÆÐI.
Af því að ísinn er á stöðugri hreyfingu, eins og áður er
getið, er möguleiki fyrir seli að lifa þar, allsstaðar þar sem æti
er. Vegna hreyfingarinnar eru vakir stöðugt að myndast, jafn-
vel um kaldasta árstimann, og geta þeir því náð lofti og lagst
upp á ísinn. En selir eru aðalfæða bjarndýranna. Vegna sel-
anna eru þau á stöðugu flakki um ísinn. Sjálfsagt fær bangsi
sér góðan dúr eftir væna máltíð af selaketi, að hætti annara
rándýra. En selurinn er líka var um sig og gengur ekki fyr-
irhafnarlaust í greipar honum. Aðalóvinur selsins er einmitt
björninn, og er hann á stöðugu varðbergi til þess að forðast
hann. Því verður bangsi að nota ýms brögð til þess að ná hon-
um. Liggi selurinn uppi á jakabrún — og þá ávalt með haus-
inn út að vökinni til þess að geta fljótlega skotið sér í kaf —
reynir bangsi að komast ofan í vökina, án þess að hinn taki
eftir, og syndir hljóðlega meðfram jakanum, er selurinn ligg-
ur á, uns hann skýtur sér upp beint fyrir framan selinn. Með