Náttúrufræðingurinn - 1931, Qupperneq 17
NÁTTURUFR.
127
einu höggi af hramminum er selurinn orðinn bráð hans, og
henn sezt með hinni mestu rósemi að máltíð sinni.
Ein aðferð Skrælingja til þess að komast að sel, er ligg-
ur uppi á ís, er sú, að hafa ofurlítið hvítt segl fyrir framan
sig, sem selurinn þekkir ekki frá ísnum, og komast þannig í
skotfæri við hann. Sagt er að bangsi hafi einnig svipaða að-
ferð, og hafa Skrælingjar ef til vill lært hana af honum. Hann
skýtur ísjaka fyrir framan sig, svo að selurinn sjái hann ekki,
og syndir jiannig í skjóli við jakann unz hann kemst í færi við
selinn (sbr. Pedersen: Der Scoresbysund, bls. 125).
Selurinn er aðalfæða hvítabjarnarins. Vilhjálmur Stefáns-
son segir að hann muni varla eta annað en spikið. Hitt hirða
refir, sem alls staðar eru á flakki, jafnvel langt úti á hafi, og
fuglar. En bangsi leggur sér ýmislegt fleira til munns, ef svo
stendur á, og er þá alls ekki matvandur. Sagt er að hann veiði
sér fiska til átu, en eg efast um að það geti verið, nema þá
eins og þegar refur glefsar í silung í vatnsskorpunni. Hann er
of léttur í vatninu til þess að geta kafað — hvernig getum við
t. d. hugsað okkur að hundur geti kafað í vatni? Eitt bjarn-
dýrið, sem við veiddum á Gottu, gerði tilraun til að forða sér
með því að kafa, og sá eg þar hve illa því tókst það. Komist
hann í varpstaði fugla hirðir hann bæði egg og unga. Hann
klifrar jafnvel furðuhátt upp í fuglabjörg í sömu erindagerð-
um. Það mun vera ættarfylgja frá kynbræðrum hans, skógar-
björnunum, að forsmá ekki jurtafæðu, ef svo ber undir, og eru
þó tennur hans allt annað en vel lagaðar til þess að notfæra
sér hana. Hann etur oft ber uppi á landi, og jafnvel gras og
mosa. Á Scoresbylandi, sem er inn og norður af hinum mikla
flóa Scoresbysundi á Austur-Grænlandi og er all-gróðursælt,
kváðu bjarndýr vera seinni hluta sumars og lifa af berjum,
helzt gömul dýr, sem farin eru að tapa sér við selveiðarnar.
Alkunnugt er að hvítabirnir, sem komið hafa hér á land,
hafa rifið í sig harðfisk og hákarl úr hjöllum. Norðurfarar
kunna frá ýmsu merkilegu að segja um matarlyst þeirra. Fyrir
einum þeirra (Kane) átu þeir upp ekki aðeins ket, kaffi og
skommk, heldur einnig seglin og amei’íska flaggið, yfirleitt
allt, sem í geymslustaðnum var, nema vatnsílátið, sem var úr
járni. Fyrir öðrum (Tobiesen) tæmdu þeir alveg tvær tunnur
af saltfiski. Mc Clure veiddi bjarndýr og var maginn á því
troðinn út af rúsínum, salti, keti, tóbaki og heftiplástri, sem
hann auðsjáanlega hefir náð úr forðabúri einhvers norðurfara.