Náttúrufræðingurinn - 1931, Side 19
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 1931 129
án þess að fá nokkura næringu sjálf. Hún fer ekki út með króana
fyr en sól fer að hækka á lofti.
Ungarnir eru varla stærri en stór rotta, er þeir fæðast, og eru
blindir fyrsta mánuðinn. Algengast mun það, að birnurnar eigi
2 unga, en þó hittast þær oft ýmist með 1 eða 3. Þeir fara fljót-
lega að fylgja móðurinni eftir og hún kennir þeim íþróttir þær,
sem þeim eru nauðsynlegar fyrir lífið. Móðirin lætur sér mjög
annt um unga sína og ver þá fyrir hverri hættu, sem að steðjar,
af hinu mesta hugrekki og grimmd. Húnarnir kváðu fylgja móð-
urinni í 2 ár og munu þær því ekki gjóta oftar en annaðhvert ár.
ERU HVÍTABIRNIR MANNSKÆÐIR?
Margar sögur hafa verið sagðar um það hve grimmir hvíta-
birnir væru og hve viðureignin við þá væri hættuleg. Sjálfsagt er
mikið af því ýkjur, eins og um önnur „mannskæð" villidýr. Marg-
ir seinni tíma menn, sem láta sér meira ant um að segja rétt frá
hlutunum og rannsaka þá en að þyrla upp einhverjum hroðasög-
um til þess að veiða sér lesendur, gera ekki mikið úr því, hve
hættulegir þeir séu mönnum. Það er varla nema þeir séu að-
framkomnir af hungri eða í nauðvörn, að þeir ráðist á manninn.
Hið sama virðist gilda um birnina og flest önnur dýr,
jafnvel hin grimmustu rándýr, að bresti manninn ekki hug-
rekkið, þá leggja þau á i'lótta undan honum, jafnvel þó hann
sé vopnlaus. Oft er getið um það, að bjarndýr séu komin nærri
ofan á menn, sérstaklega ef þeir halda kyrru fyrir, t. d. við
matreiðslu eða þess konar. Oftast er það snarræði einhvers af
mönnunum, sem bjargar hinum frá voðanum. Til þessa munu
þó liggja aðrar ástæður en grimmd þeirra. Þau eru að eðlis-
fari forvitin — og við skulum segja matlystug, sbr. það, sem
áður var sagt. Lyktnæmi hafa þau ágætt. Sjái þau nú þarna
eitthvað kynlegt, sem þau þekkja ekki, t. d. tjald, vaknar for-
vitnin hjá þeim, að skoða það. Lyktina af matseld, sérstaklega
ef brennt er spiki, finna þau langar leiðir í burtu og ganga þá á
lyktina.
Eitthver skýrasta dæmi um það, að þau ráðist ekki á
manninn að óþörfu, og um leið ámátlegasta dæmi þess, hve ráð-
þrota menn geta orðið og grípa til hinnar fáránlegustu fjar-
stæðu ef þeir eiga fljótlega úr vöndu að ráða, er að finna
hjá Pedersen þeim, er áður er nefndur. Hann var á ferð með-
fram ströndinni fyrir sunnan Scoresbysund, á sjávarís, og var
mikill lausasnjór ofan á ísnum. Hann fór sjálfur á skíðum á