Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1931, Blaðsíða 21

Náttúrufræðingurinn - 1931, Blaðsíða 21
NÁTTÚRUFIÍ. 13Í dýrum, með hausnum, fylltu olíufat, svo að efri botninum varð ekki komið í, fyrr en vel var sigið í tunnunni. Kjötið er sæmilega gott til átu — og hefir mörgum norð- urfaranum bjargað frá hungri og skyrbjúg. „Hvítabjörninn er bezti vinur pólfaranna", segir Andrée í dagbók þeirri, er eftir hann fannst í fyrra. — HVÍTABIRNIR HÉR Á LANDI. Bjarndýr hafa oft komið hingað á land í miklum ísárum, og oftast vei'ið veidd. Flestar heimsóknii'nar hafa Hornstrend- ingar fengið, enda kemur ís venjulega fyi'st þar að landi, og kemur oft þangað, þó að hann komi ekki annai'sstaðar. En annars hafa þau víða komið á land — eftir því sem ísinn hef- ir hagað sér — á Vestfii'ði, Norðui'land, Austfii'ði, og jafnvel á Suðurströndina, allt vestur í Hei'dísarvík. Þar var unnið bjai'n- dýr árið 1610. (Sjá Þ. Th. Árferði, sbr. Lýsing ísl. II.). Flestir hafa vei’ið veiddir, að því er Þ. Th. getur, 27 árið 1275, og ái'- ið áður 22. Ái'ið 1321 er getið um, að hvítabjöi’n hafi komið á land á Heljarvík á Ströndum „og drap 8 menn og reif alla í sundur og át upp suma alla; hann var di'epinn á Straumnesi Vitalismessu“. Eins og með bjarndýrið á Skaga, sem síðar get- ur, munu þetta hafa verið umrenningar; einmitt á þessu ári voru harðindi mikil og hungui’sneyð. Sennilega hefir hungurs- neyð rekið hann til að byrja á þessum vígum, og hefir honum svo, eins og mannskæðu tígrisdýrunum á Indlandi, þótt þetta auðunnasta veiðin, sem hafði ekki einu sinni klær til þess að verja sig með. Eg byrjaði grein þessa á endurminningum um bjarndýra- veiði, er eg tók sjálfur þátt í. Nú ætla eg að ljúka henni með lýsingu á viðureign við bjai-ndýr hér á landi, þar sem meira reyndi á dug og dirfsku veiðimanna en hjá okkur á Gottu, því tækin voru óbrotnari. Þessi einkennilega og lifandi frásögn er hjá Birni á Skarðsá við árið 1518 (Ann. Bmf. I., bls. 82—83). Ketill sá, er þar getur, var afi Björns, og hefir honum því vei’ið kunnugt um viðureignina. Þar segir svo: ,, — Kom bjarndýr eitt mikið, rauðkinn- ungur(?), á land á Skaga í Skagafirði við Ásbúðartanga, og sá hvergi til íss af sléttlendi, en þó af háfjöllum. Það dýr var soltið mjög, mannskætt og grimmt; það deyddi 8 manneskjur, sem voru fátækar konur með börnum, er um fóru, og ekki vissu dýrsins von. Dýr þetta braut niður alla hjalla á Skaga 9*

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.