Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1931, Page 22

Náttúrufræðingurinn - 1931, Page 22
132 NÁTTÚRUFR. utan að Ketu, því það fann í sumum matföng handa sér. Þetta var um sumarmál. Ketill Ingimundarson bjó þá á Ketu þar á Skaganum; hann var aflamaður mikill, og voru í þann tíma aflaföng allgóð á jieim Skagatanga. . . . Ber }:>á svo við einn morg- un árdegis, að Ketill gekk til sjávar og inn í hjall einn mik- inn, er þar stóð með hákarl, og vildi sækja morgunverð hjú- um sínum. Sá hann þá dýrið koma að utan; greip Ketill þá eitt mikið hákarlsbægsl og snaraði vel langt út á svig við dyrn- ar. Björninn greip við og bar á bak til við hjallinn, og tók til snæðings, en Ketill snaraðist út með skyndi og hljóp heim til bæjarins. Ketill sendi þá tvo menn með skyndi, annan út á Skaga, en annan inn, að menn skyldu strax saman koma; og svo komu menn saman af stundu og urðu 14 menn þeir vopn Fallinn. höfðu, því í þann tíma áttu flest-allir menn verjur og vopn hér á landi. Gengu þeir þá fram að sjó og var bangsi búinn með bægslið; ætluðu þeir þá strax að ráða á dýrið, en það vék sér undan og inn með sjó; þeir gengu eftir og inn yfir björgin, og svo sem nokkuð lækkaði björgin, vafði bangsi sig saman í hring eða hnipru, og velti sér þar ofan í fjöru, síðan á sund og fram í það sker, er þar liggur og menn nefna Þussasker. Ketill skifti þá mönnum, lét 7 eftir, og skyldi þeir mæta birninum, hvar sem á land kæmi á Innskaga, en hann með 6 mönnum gekk heim í Ketu, hrundu fram sexæringi og reru inn til skersins. Björn- inn hljóp þá á sjó og lagði út á fjörðinn, reru þeir þá eftir kapp-

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.