Náttúrufræðingurinn - 1931, Qupperneq 23
NÁTTÚRUFR.
133
samlega; mæddu þeir-um síðir dýrið, og lagði það þá í króka
og varð þá mjúkara í vikum en þáturinn. — Og gekk svo
lengi dags, að þeir komu ekki vopnalögum við, svo þjörn-
inn sakaði; en um síðir þrengdi að dýrinu; hýddi það þá
hramminum upp á borðið, og ætlaði að hvolfa skipinu, og drakk
þá skipið í sig sjó, en Ketill þreif þá öxi og hjó á framhramm-
inn við borðið, svo aftók; lagði þá dýrið frá og dapraði sundið,
svo þeir lögðu það síðan og drápu, drógu upp á skip og héldu
síðan að landi —
Eg vil að eins gera þá athugasemd við frásögn Björns, að
eg efast um, að þeir hafi dregið dýrið inn á sexæringinn, held-
ur hafi þeir haft það í eftirdragi.
Veðarathaganír á Snæfelísjöklí.
Þess hefir nýlega verið getið í útvarpinu og í dagblöðum
að Alþingi hafi veitt 5000 kr. til þess að gera veðurathugun á
fjöllum uppi næsta ár og enn fremur að ráðgert væri að velja
Snæfellsjökul fyrir athugunarstað.
Af því að hér er um all mikla nýjung að ræða, sem lítið
hefir verið rætt um hér á landi, mun eg gefa stutt yfirlit yfir
aðdraganda þessa máls og eins hvernig það nú liggur fyrir.
Árið 1882—83 var stofnað til samvinnu með flestum menn-
ingarþjóðum Norðurálfu um víðtækar rannsóknir í norðurhöf-
um og heimskautalöndunum á veðurfari, segulmagni og norð-
urljósum. Samvinna var þá orðin all mikil um veðurfregnir
landa á milli í Evrópu, en tilfinnanlega vantaði til samanburð-
ar fregnir úr norðlægustu löndum og höfum. Þá var ekkert
símasamband hér við land, ekki loftskeytastöð á Jan Mayn,
Grænlandi né Svalbarða. — Það var nú von veðurfræðinga, að
ef þeir fengju víðtækar athuganir frá þessum stöðum í heilt ár
til samanburðar við athuganir heima fyrir, mætti ef til vill
finna allsherjarlögmál um hreyfingar loftsins og upptökin að
hinum stórkostlegu breytingum, sem daglega verða í loftinu og
lýsa sér í stormsveipum, lægðum og úrkomusvæðum. Fyllilega
rættist nú þessi von ekki en það er ekki of mælt, að tilraunin
hafi þokað þekkingu manna á þessum efnum vænu skrefi í
áttina. íslendingar tóku vitanlega ekki neinn þátt í þessum