Náttúrufræðingurinn - 1931, Page 25
NÁTTÚRUFR.
135
á ný tilraun til þess að afla víðtækra mælinga og rannsókna frá
sem flestum stöðum á jörðunni um eins árs skeið. Og til þess
hefir verið valið tímabilið frá 1. ág. 1932 til 31. ág. 1933 —
en það er 50. afmælisár heimskautaársins 1882—83. Þetta var
samþykkt á alþjóðaþingi veðurfræðinga sem haldið var í
Kaupmannahöfn haustið 1929.
Sérstök nefnd var skipuð til þess að hafa á hendi fram-
kvæmdir og forystu alla um undirbúning þessa pólar-árs, eins
og það almennt er nefnt. Formaður nefndarinnar er dr. La Cour
forstöðumaður dönsku veðurfræðistofnunarinnar í Kbh. Hefir
hann reynst bæði áhugasamur og ötull forvígismaður.
Nefnd þessi hélt fund í Leningrad í ágúst í fyrra sumar og
voru þar teknar aðal ákvarðanir um verksvið og framkvæmdir
rannsóknanna. Síðan hefir heimskreppan skollið á og hagur
margra þjóða versnað svo, að búast má við, að það dragi nokk-
uð úr framkvæmdum þeim, sem fyrirhugaðar voru. — Það
er vert að geta þess að engin ríkisstjórn mun hafa verið jafn
fús til þess að leggja fé og starfskrafta fram til þessara fyrir-
huguðu rannsókna sem rússneska ráðstjórnin enda hafa þeir
mörgum ágætum vísindamönnum á að skipa.
Verksvið rannsóknanna verður aðallega þrennskonar:
1. Segulmagnsmælingar. Þar á meðal vei'ða fundnar
breytingar þær, sem orðið hafa á jarðsegulmagni síðan 1882
—83, enn fremur truflanir á segulmagni í heimskautalöndun-
um o. m. fl. Síðan verða gerð nákvæm kort yfir segulmagn í
grend við heimskautin sem bæði hafa mikið virðingalegt gildi
og mega teljast ómissandi fyrir flugferðir á þeim slóðum, ef
að þær verða upp teknar sem nú er mikið rætt um og allmikið
reynt. —
2. 1 öðru lagi eru rannsóknir á norðurljósum. Kemur þar
til greina bæði rannsókn á norðurljósunum sjálfum og svo
sambandi þeirra eða áhrifum á segulmagn jarðarinnar. En ná-
tengd því eru svo ýms mikilsverð atriði um loftskeytabylgjur,
truflanir á þeim og langdragi loftskeytastöðva.
3. 1 þriðja lagi eru svo veðurrannsóknir. Þar verður lögð
megináherzla á að kynnast hitafari loftstraumanna á heims-
skautasvæðunum og hringrás loftsins milli þeirra og hitabelt-
isins. Verður því lögð megináherzla á að hafa stöðvar hátt til
fjalla til þess að fá óslitnar athuganir sem hæst frá láglendi.
Auk þess verða gerðar rannsóknir á háloftinu með ýmsum flug-
tækjum frá láglendisstöðvum. Meðal annars er gert ráð fyrir