Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1931, Page 27

Náttúrufræðingurinn - 1931, Page 27
NÁTTÚRUFR. 137 erfitt verk í hríðum og stórviðrum, sem bæði krefst hirðusemi og lægni. Auk veðurathugana býst eg við, að þarna verði gerðar mælingar á geislamagni sólarinnar og sendir upp loftbelgir til að kanna loftstrauma í 10—20 km. hæð yfir jörðu. Belgir þesslr eru litlar gúmmíblöðrur, sem fylltar eru af vetni, svo þær verða léttari en andrúmsloftið og svífa sjálfkrafa í loft upp. Er svifi þeirra og hreyfingum síðan fylgt í þar til gerðum mælingakíki og má þá reikna út stefnu og hraða loftstraum- anna, sem belgurinn berst fyrir. Að lokum springa belgirnir og falla þá til jarðar, eða þeir hverfa úr augsýn vegna skýja eða misturs í loftinu. Á jöklinum er gott skyggni, þegar veð- ur er heiðskírt og því oft hægt að fylgja svifi belgjanna leng- ur þaðan, heldur en frá láglendi. -— Æskilegt væri og að geta rannsakað rafmagn í loftinu og geisla þá, sem berast utan úr geimnum til jarðar og gera loftið að nokkru leyti leiðandi fyr- ir rafmagn (penetrating rays). Má mæla þá í djúpri snjó- gryfju á jöklinum og sjá hve þykkt snjólag þeir fara í gegn um, eða hve ,,harðskeyttir“ þeir eru. Segulmagnsmælingar munu verða gerðar í Reykjavík og mun Carnegie-stofnunin í Bandaríkjunum lána til þess áhöld. Enn sem komið er, verður ekki nánar greint frá einstökum atriðum þessara fyrirhuguðu rannsókna. En væntanlega munu margir fylgja því með nokkrum áhuga, hverju fram vindur um framkvæmdir þeirra. Með þeim munu hefjast ýrnsar rann- sóknir hér á landi, sem aldrei hafa verið gerðar hér áður, vegna þess, að áhöld og starfskrafta hefir skort til þess. Munu þær

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.