Náttúrufræðingurinn - 1931, Side 31
náttúruffL
141
Hausavíxí á brttnnkíukkum.
Maður er nefndur Przibram (nafninu verður að siga, púa
og skirpa út úr sér til að ná þeim rétta framburði). Hann er for-
stöðumaður líffræðitilraunastofnunarinnar í Vínarborg og víð-
kunnur fyrir hugvitsamar tilraunir og óperationir á dýrum, eink-
um lægiú dýrum. Lærisveinar hans feta í fótspor hans og hafa
birt ýmsar eftirtektarverðar nýjungar í líffræði. Einn þeirra er
Walter Finkler. — honum hefir heppnazt að hafa hausaskifti á
ýmsum skorkvikindum, einkum bjöllutegundum, eins og t. d.
brunnklukkunni; en þó hafa honum lánazt betur ýmsar aðgerðir
við ýmsar aðrar tegundir, einkum svonefndan Hydrofilus piceus,
sem mætti kalla vatnskött, og er talsvert stærri en brunnklukk-
an. Hausnum er þar af náttúrunni svo vel fyrir komið, að hann
hvílir líkt og bandhnykill í skál.
Hann svæfir dýrin með eter allra snöggvast meðan hann
klippir af þeim hausana og skiftir um þá í skálunum. Það þarf
sem betur fer engan vandaðan saumaskap né sérstök spengingar-
áhöld, heldur nægir, að skella hausnum ofan á strúpann og láta
blóðskorpu líma hann þar fastan. En dýrin eru sett í glerpípu,
sem skorðar þau nákvæmlega, svo að þau geti sig ekki hreyft; og
glerpípurnar eru látnar standa í skál með vatni, svo að loftið
sé stöðugt rakt.
Eftir 2 mánuði hafa dýrin venjulega jafnað sig og vanizt
nýja hausnum. Taugakerfið virðist þá starfa á eðlilegan hátt og
melting og allar hreyfingar náttúrlegar.
Fyrstu dagana eftir aðgerðina er dýrið alveg eins og stein-
sofandi, og hausinn sem dauður. En eftir 2—3 vikur er hausinn
ekki einasta orðinn fastgróinn, heldur farinn að hreyfa kjálka
og aðra munnparta (eða segjum kjaftana, eins og stendur í Orms
þætti Stórólfssonar).
Þegar þrjár vikur eru liðnar, er dýrið farið að hreyfa fæt-
urna, en með litlu skipulagi og hreyfingarnar krampakenndar.
Þá er því sleppt út úr glerpípunni og leyft að synda í vatninu.
Sýnist þá bregða fljótt við, eins og vitið komist í samt lag og áður.
Hér hefir nú verið gert ráð fyrir, að bæði kvikindin, er
skifta um hausa, væri svipuð að stærð og sama kyni. Þá verður
niðurstaðan sú, að dýrin mega heita jafn-góð eftir sem áður.
Séu hins vegar valin tvö dýr, misjöfn að lit, þá breytist lit-
urinn eftir hausavíxlunina þannig, að hver hausinn framkallar