Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1931, Page 32

Náttúrufræðingurinn - 1931, Page 32
142 náttCrupr. sinn lit, þ. e. þann lit, er hann hefir sjálfur, og skrokkurinn hafði sem áður fylgdi honum. Þetta er talið orsakast af áhrifum frá augunum. Það er m. ö. o. ljósáhrif á augun, sem framleiða ákveð- inn litarhátt á hörundinu. En augun eru misjöfn að gerð og ljós- ið verkar misjafnlega á þau og þar með á allan líkamann. En nú er að segja frá því, sem spaugilegast mun þykja. Þegar höfð eru hausavíxl á hjónum, er engu líkara en að karldýrið verði að kvendýri og kvendýrið að karldýri. Karldýr með kvendýrshaus kann ekki lengur að laða að sér kvendýr eins og áður, og hefir alveg tapað lönguninni til að hafa venjulegar samfarir við kvendýr. Komi það hinsvegar í hóp heil- brigðra kvendýra, þá lætur það þau alveg í friði og hagar sér yfirleitt eins og hvert annað skikkanlegt kvendýr í skikkanlegu kvendýraselskapi og vekur enga sérstaka eftirtekt á sér. — Ef nú aftur kvendýri með karldýrshaus er hleypt inn í kvendýra- búrið, þá er friðurinn úti, því það fer óðara að bera sig manna- lega og velja sér maka. Gengur það greiðlega, og vekur þetta um leið afbrýðisemi hjá hinum kvenpersónunum, sem settar eru hjá og verða að horfa upp á samfarir þessara tveggja hamingjusömu hjóna, því a. m. k. til að sjá, virðast samfarirnar góðar, þó get- una að vjsu vanti til fullra framkvæmda. Tilraunir þessar sýndu margt annað, sem of langt yrði frá- sagnar, enda sumt flókið mál og torskilið. En svo mikið má full- yrða, að hjá skorkvikindunum býr kynferðistilfinningin í höfð- inu eða heilabúinu. Þar á yfirstjórn allra kynferðissérmálanna heima. — Stgr. Matthíasson. Smávegís. Hér birtist lesendum NáttúrufræÖingsins útdráttur úr dagbók herra Diomedesar Davíðssonar, um fuglalífið á Yatnsnesi og kringum það. Æskilegt væri, ef fleiri góðir menn, sem geyma fróðleik í kistuhandraðanum, vildu láta blaðið njóta góðs af. Örn (Halietus albieilla L.) er mjög fáséður hér um slóðir. Árið 1910 sást einn ,frá Ánastöðum, og í apríl 1925 kom annar fljúgandi norðan með Mið- firði, og hélt til suðurs yfir Hvammstanga. Seint í júlí 1928 sást einn í Mels- nesi við Miðfjörð, og dvaldi hann þar nokkra daga. Við Faxalæk í Vestur- hópi hefir hann sézt stöku sinnum. Ekki verpir hann hér svo kunnugt sé.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.