Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1931, Qupperneq 33

Náttúrufræðingurinn - 1931, Qupperneq 33
NÁTTÚRUFR. 143 Fálki (Falco islandicus L.) er tíður á Vatnsnesf ja.lli. Hann kemur iðu- lega niður að Hvammstanga, og er þar vargur í véum meðal hænsnanna, en sem betur fer, þekkja þau hann, og þegar þau sjá hann í fjarska, flýta þau sér í fylgsni sín, þótt stundum sé um seinan, því stöku sinnum hefir hann hremmt fugl. í vetur (1931) náði hann einni dúfu. Vanalega elur fálkinn aldur sinn uppi á heiðum, og er-þar á rjúpnaveiðum, þegar nóg er um rjúp- una. En þegar lmna þrýtur, bregður hann sér stundum niður í fjöru, og get- ur þá orðið hættuiegur sundfuglum og vaðfuglum. pegar fálkinn er á rjúpna- veiðuan, kemur það sjaldan fyrir, að hann nái rjúpu úr heilum hóp, jafnvel þótt hann sé mitt inni i hópnum; það er eins og hann geti ekki ákveðið, til hvorrar liandar bann eigi að höggva, og áður en varir, eru allar rjúpurnar horfnar, og hajm stendur eftir einmana og bjargarlaus. En takist honurri að einangra eina rjúpu, er sigurinn vís. Fálkinn verpir hér og hvar í klettum og giljum í fjallinu. Smirill (Falco æsalon L.) kemur hingað vanalega seint á vorin, en ein- stöku sinnum sést hann þó hér á veturna. 1 janúarlok 1928 var einn hér á ferð. Vanalega fer hann Iiéðan í september. Smirillinn gerir oft mikinn usla á smáfuglaungunum síðari hluta sumars, á meðan þeir eru lítt fleygir, t. d. vildi það til sumarið 1924, að smirill e'lti smáfugl inn í hesthús, og át hann þar í ró og næði. Fyrir 5—6 árum drap hann tvo hænuunga, og lék móður þeirra svo, að hún dróg á eftir sér garnirnar. 9. marz 1929 kom eg að smirli, sem var að eiga við vepju í túninu mínu. pau voru þar í áflogum, og mátti hvorugur meira. Við komu mína linti bardaganum, og flaug þá hvort í sína áttina. pótt smirillinn sé ekki mjög styggur fugl, þá er liann þó ávailt var um sig, nema þegar liann er á smáfuglaveiðum, þá er í honum vígamóður, og sinnir hann engri hættu. Varpstaðir lians eru víða í klettum hér í Vatns- nesfjalli. — Ugla sást hér vorið 1916, dvaldi hún nokkra daga í Hlíðardalnum, en hvaií síðan. Óvíst er, hvort það hefir verið snæugla eða önnur uglutegund, en hún var nærri hvít. Raiiðbrystíngtir. Náttúrufræðingurinn þakkar fyrir þær upplýsingar um rauðbrystinginn, sem hér fara á eftir: í 4. örk Náttúrufræðingsins er smágrein, er heitir vorfuglakomur. Er þar meðal annars sagt, að talið sé óvíst að í’auðbrystingur verpi hér á landi og oskaS eftir að Náttúi'ufræðingurinn se látinn vita um, ef full vissa sé fyrir því, að hann verpi hér. Vegna þessa, vil eg leyfa mér að geta þess, að nú í mörg ár hefir rauð- brystingur orpið hér í Skáleyjum. I svonefndii MiSlangey, sem er í Skáleyjar- landareign, hefi eg um mörg undanfarin sumur fundið rauðbrysting á fjór- um eggjum, er eg hefi verið við heyskap í eyjunni, seinni hluta júlímánaðar. Eggin hafa þá verið töluvert unguð, enda eru allir þeir fuglar, er hér verpa venjulega, löngu ungaðir út um það leyti. Vegna þess að eg hefi verið svo stuttan tíma í eyjunni, hef eg ekki getað fylgzt með, hvort ungarnir hafa

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.