Náttúrufræðingurinn - 1932, Síða 21
NÁTTÖRUFR.
179
viðarplöntur lágvaxnar og lítilsigldar. Þeir hlutar gígbarms-
ins, sem enn eru sýnilegir, líkjast mest leifum innsta gígsins
að byggingu. Mun gígur þessi vera um km. að þvermáli, og
mun hann hafa náð að einhverju leyti í sjó fram. Fullur er
hann nú af allskonar grjótrusli, og sést glöggt, hvar aðalís-
straumurinn hefir brotið barminn og steypt sér niður í gíginn.
Eru þar, í hinum forna ísfarvegi, stóreflis björg, er borizt hafa
eftir honum, ofan úr Illviðrishnjúkum; en þeir eru skammt í
burtu.
í sambandi við þetta mál má geta þess, að meðfram þess-
um fjallgarði, eru laugar á 4 stöðum inn frá Hraunum. Þurra-
hita hefi eg orðið var við á 2—3 stöðum — einmitt á innsta
gígnum.
Um stórgrýtisurðirnar, sem eg minntist á í upphafi, og sem
jörðin mun draga nafn af, er það að segja, að þar mun syðri
gígbarmurinn hafa staðið fyrir ísstraumnum innan úr Fljótum
um og urðirnar, eða ruðningur sá, er ísinn bar með sér, mun
hafa sest þarna að. Smámsaman hefir svo bráðnað undan stór-
grýtinu, en það orðið eftir, svo sem merkin sýna enn í dag.
Annars er algengt, að slíkar urðir sé nefndar hraun. Svo er
t. d. um Hestahraun og Kúgilshraun í Þorvaldsdal í Eyjafjarðar-
sýslu, sem bæði munu vera mynduð af framhruni úr fjallinu við
austanverðan dalinn.
Yæri mjög æskilegt, að jarðfræðingur rannsakaði þetta efni
til hlítar, því að framanskráð lýsing mín er mjög ófullnægjandi.
Væri þá og ef til vill, hægt að ákveða aldur gíganna, að einhverju
leyti, og fleira þar að lútandi.
Hraunum í Fljótum, 17. maí 1932.
Guðm. Davíðsson.
Hættír krumma.
1 1—2 örk Náttúrufræðingsins 1932 er krumma getið. Þar
er sagt, að hann sé athugull, kaldrænn, kerskinn, kænn og kými-
legur o. s. frv., en þess ekki beinlínis getið, að hann sé þjófótt-
ur. Það hefði þó mátt fylgja með, því krummi er með afbrigðum
þjófgefinn. Að því munu nú færð rök.
12