Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1932, Qupperneq 22

Náttúrufræðingurinn - 1932, Qupperneq 22
180 nAttúrufr. Sumarið 1931 sló eg hér frá Múla ey, er ekki hafði verið slegin nokkur undanfarin ár. Hún var því æði loðin og sinufesk mikill í rótinni. Æðarvarp er þar talsvert. Örskammt er á milli lands og eyjarinnar. — Krummi á hreiður hér í klettunum fyrir ofan bæinn, og á hann því skammt til fanga fram í eyjuna. Má og oft sjá til ferða hans á milli lands og eyjar í byrjun varptímans, þegar hann er að sækja björg í búið. Ný egg er hans uppáhalds- réttur — enda kemur það fyrir, að hann etur úr sínu eigin hreiðri á vorin, þegar kalt er og hann á ekki kost annara eggja. — Þeg- ar við vorum að heyja eyjuna urðum við þess vör, að mesti fjöldi af æðareggjum var falinn hér og þar í grasinu. Okkur þótti það dálítið kynlegt, en af því að við vorum ekki með öllu ókunnug háttum krumma og vissum, að hann hafði vanið komur sínar til eyjarinnar, grunaði okkur hvers kyns var. Krummi hafði falið eggin í grasinu og sennilega ætlað að geyma þau þar til vetrar- ins, því sagt er að hann safni vetrarforða. En felustaðurinn var ekki samboðinn hyggindum hans og gáfum. Hafi eggin átt að geymast til vetrarins — sem forðabúr — er hætt við, að fönn og klaki hefði birgt þau svo vandlega all snemma vetrar, að að- gangur að þeim hefði ekki orðið krumma auðveldur, þó að hann hefði þurft á þeim að halda, sér til bjargar. En máske hafa þau ekki átt að geymast svo lengi. Máske hefir krummi bara hnupl- að þeim frá æðarkollunum sér til dægrastyttingar, þegar hann gat ekki etið fleiri egg í svipinn. En séð hef eg þó hrafn vera að gæða sér á stokkfreðnu nýju eggi á þorra og voru þá harð- indi í landi. Það egg hefir hann kunnað að fela á þeim stað, sem hann gat náð til þess, þó þústnaði að. — Enda er og sennilegt, að krummi kunni að fela, því svo segir gamall málsháttur, að s'á kunni ekki að stela, sem ekki kunni að fela. í hreiðri krumma kennir oft margra grasa. Þar ægir öllu saman, frjálsu sem ófrjálsu, því krummi ber mikið undir sig og gerir hreiðrið hlýtt. Þang og þarablöð, þönglar og fauskar eru þar undirstaðan, (a. m. k. hjá þeim, sem nærri sjó verpa), en af hrosshári, ullarsneplum og æðardún er innsta lagið gert. — Stundum finnast í hreiðri krumma eigulegir munir. Heyrt hef eg þess getið, að silfurskeið hafi fundizt í hrafnshreiðri, og til þess hefi eg vitað, að spánnýr vasahnífur — sjálfskeiðungur — hefir fundizt í dyngju hans. Sennilega hefir hann hirt hvort- tveggja úr sorphaug og hugsað sem svo, að svo gagnlegir hlut- ir væru ekki betur komnir þar en í búi sínu. —

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.