Náttúrufræðingurinn - 1960, Blaðsíða 11
N ÁT 'l’ÚRUF RÆ ÐIN G U RIN N
5
burðar við tegundimar í gróðurlendinu eru einnig færðar í töflu
I tölur, er sýna hundraðshluta tegunda, senr fundust í vömbunum.
Við þessa athugun er sérstaklega athyglisvert, að dýrin virðast
ekki hafa valið neinar ákveðnar jurtir úr gróðurlendinu. Hlutfall
einstakra tegunda í magainnihaldi dýranna svipar einkum til þess,
sem er milli tegunda á þurrlendisbökkum, en þó ber nokkuð rneira
á smjörlaufi og grávíði í gorinu. Bendir allt lil þess, að dýrin bíti unt
þetta leyti árs allan algengan þurrlendisgróður, en vilji þó einna
helzt smjörlauf og önnur víðilauf, sem meira er af á hærra liggj-
andi stöðum. Um þetta leyti eru skófir aðeins lítill hluti fæðunnar,
eða undir 10 hlutum af hundraði, hins vegar virðast dýrin neyta
furðu mikils magns af mosa.
Magainnihöld þau, sem getið er um í töflu I voru tekin úr tveim-
ur kúm. Var önnur þeirra 7—8 ára gömul mylk kýr, en hin þriggja
ára geld kvíga. Þungi þeirra á fæti var 75.7 kg og 79.0 kg en sam-
svarandi fallþungi 32.0 kg og 42.5 kg. Af gori vambanna nam
þurrefni 13 hundraðshlutum og voru 2.38 kg af þurrefni í kúnni en
1.76 kg í kvígunni.
Má nú reyna að gera sér grein fyrir því, hve mikið fóður þessi
dýr þurfa sér til viðurværis og einnig live mikið landrými þnrfi,
til þess að framleiða það fóðurmagn.
Sé áætlað, að dýr, sem vega um 75 til 80 kg. á fæti þurfi um 0.7
fóðureiningar til viðurværis á dag, þurfa þau að afla sér 1.26 kg
af þuiru útheyi. Sé gert ráð fyrir, að þau fylli vömbina einu sinni
á dag, og magn þess gors, sem var í vömbinni, þegar dýrin voru
felld, sýni raunverulega meðal vambfylli, hefur mylka kýrin haft
1.12 kg al þurrheyi á dag umfram það, sem hún þurfti til viðhalds
en gelda kvígan 0.50 kg. Þessu umframfóðri eyðir mylka kýrin mest
öllu í mjólkurframleiðslu en kvígan til vaxtar og fitunar.
Fitumagn mjólkurinnar var athugað og reyndist vera 17.36%.
Er það að vísu mjög rnikil mjólkurfita rniðað við fitu í kúa- og
sauðamjólk, en sambærileg við erlendar ákvarðanir á hreindýra-
mjólk, sem sjá má í töflu II. Sé meðalnyt kýrinnar um 300 gr. á
dag eyðir hún um 0.6 fóðureiningum í mjólkurmyndun eða sem
svarar 1.08 kg fóðurs og hefur hún þá lítið aflögu sér til fitunar.
Holdafar dýranna sýndi einnig, að rnylka kýrin var mun horaðri ert
kvígan.
Til nægrar fóðuröflunar þarf kýrin gróður af 63.72 fermetrum