Náttúrufræðingurinn - 1960, Blaðsíða 20
14
NÁTTÚRUFRÆÐ1 N GU R I N N
Á þessari tilraun í öllum einíaldleik liennar og svo hitamælinum,
sem Galilei hafði gert frumdrögin að, byggðist framar öðru sú al-
gera endurskoðun veðurfræðinnar, sem nú var framundan og hefur
staðið fram á þennan dag. Nú var á ýmsum stöðum farið að fylgjast
með daglegunr breytingum loftþyngdar og liita ásamt vindum og
vætu, en síðan var farið að bera þessar athuganir saman. Af því
leiddi nýja lærdóma og ný viðfangsefni, senr kenndu mönnum fleiri
og fleiri af hinum margbrotnu lögmálunr veðráttunnar.
Nú skal ég gera stuttlega grein fyrir einni og raunar ekki ómerki-
legri hugmynd, sem þessar strjálu veðurathuganir leiddu af sér
þegar í lok 18. aldar.
Nálægt 1780 var uppi í Frakklandi líffræðingurinn mikli
Lanrarck. Hann komst í kynni við veðuratlruganir og þóttu þær
svo girnilegar til fróðleiks, að hamr einsetti sér að koma upp
kerfi slíkra athugana í Frakklandi. Hann fékk í lið með sér stærð-
fræðinginn Laplace og fleiri mæta menn, þeirra á meðal efna-
fræðinginn Lavoisier, sem útvegaði nokkrar af loftvogunum, sem
notaðar voru. í ritum Lavoisiers er að finna atlrugasenrd um Jrað,
að æfður eðlisfræðingur eigi að geta sagt fyrir veður einn eða
tvo daga fram í tímann, ef hann hefur góðar og reglulegar veður-
atlruganir á að byggja. En hvernig átti þá að safna saman veður-
skeytunum og dreifa veðurspánum með svo miklunr lrraða, að
spárnar kæmu að gagni? Ekki voru loftskeytin þá konrin til sög-
unnar, ekki einu sinni ritsíminn. En bjartsýnir nrenn voru ekki
ráðalausir þá fremur en nú. Þegar á 17. öld var fundið upp
merkjakerfi til þess að senda skeyti langar leiðir gegnum keðju
af nrerkjastöðvum. Þetta var því eins konar sjónvarp, Jrví að auð-
vitað varð að sjást á milli stöðvanna. Upp úr 1790 hafði franskur
maður, Chappe að nafni, endurbætt Jretta kerfi svo, að í ágúst
1794 var t. d. sent skeyti frá Lille til Parísar á þennan hátt, um
300 km leið. Og nú kom maður að nafni Romme fram nreð uppá-
stungu um að nota þessa aðferð til að safna stormfregnum og
senda síðan út um landið.
Þarna má heita, að þeir Lavoisier og Ronrme hafi fullskapað
lrugmyndina um veðurþjónustu eins og lrún gerist nú á dögum.
En fyrirætlanir þeirra félaga mættu erfiðleikum. Hinn 8. maí
1794 var Lavoisier leiddur undir fallöxina vegna stjórrrmálaskoð-
ana. Um þann atburð var síðar sagt: „Það lröfuð tók af á snöggu