Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1960, Blaðsíða 22

Náttúrufræðingurinn - 1960, Blaðsíða 22
16 NÁTT ÚRUFR ÆÐINGURINN í Björgvin í Noregi nálægt 1920. Loftskeytin komu til sögunnar, svo að skeytum varð einnig safnað frá úthöfum og eyðistöðum, veðrið var athugað í háloftunum, og voru til þess hafðir flugdrek- ar, loftbelgir og hinir svokölluðu veðurkannar (radiosondur), sem fundnir voru upp í Rússlandi eftir 1920 og eru nú notaðir um allan heim til háloftaathugana. En meðan öll þessi þróun fór fram, voru það nokkrir vísinda- menn, sem vildu gera enn róttækari breytingar á aðferðum við veðurspár. Skoðun þeirra var sú, að veðrið væri fyrst og fremst stærðfræðilegt viðfangsefni. Ef við þekkjum veðrið á tilteknu augnabliki og þau lögmál, sem stjórna því, hlýtur veður fram- tíðarinnar að vera þar með ráðið. Um þessa hugmynd skrifaði Englendingurinn Lewis F. Richardsson árið 1922 bók sína um útreikninga á veðrinu, „Weather Prediction by Numerical Pro- cess“. En milli þessara hálærðu fræðimanna og veðurspámann- anna sjálfra var þá harla lítil samvinna. Ég skal nú aðeins, meira til skemmtunar en fróðleiks, telja upp þá veðurþætti, sem Richardsson taldi nauðsynlegt að vita um til að reikna út veðrið. Á hverri einstakri athugunarstöð, og þær voru margar, yrði að þekkja loftvogarstöðu við sjávarmál, einnig á athugunarstöðinni og í fleiri hæðum, tveggja km, 4.2, 7.2 og 11.8 km hæð yfir sjó, ennfremur raka loftsins í fimm mismun- andi lögum gufuhvolfsins, og auk þess vindinn í þessum sömu lögum og hitann í háloftunum ofan við 11.8 km hæð. Þá kom einnig til greina jarðvegshitinn á mismunandi dýpi. Var það dýpi tiltekið með nærri broslegri nákvæmni, en það skyldi vera 1.72 cm og 19.1 cm. Geta má nærri, að ekki var hlaupið að því að fá stofnað þétt kerfi slíkra athugunarstöðva kringum 1920, og að því leyti var bók Richardssons langt á undan tímanum. Enn í dag eru há- loftaathuganir margfalt strjálli um mestan hluta jarðar en hann taldi æskilegt. Eins og síðar mun nefnt, var aðferð hans líka nokk- uð áfátt fræðilega, en verst var þó, hve gífurlega tímafrekir þessir útreikningar voru með þeirri tækni, sem þá var til. Richardsson skipti kortinu í nokkurs konar skákborð, þar sem ein athugunarstöð var í hverjum reit og nálægt 200 km á milli þeirra. Nú skal ég tilfæra stuttan kafla úr bók hans, þar sem hann lýsir því, er hann tók sér fyrir hendur að reikna út 6 klst
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.