Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1960, Síða 22

Náttúrufræðingurinn - 1960, Síða 22
16 NÁTT ÚRUFR ÆÐINGURINN í Björgvin í Noregi nálægt 1920. Loftskeytin komu til sögunnar, svo að skeytum varð einnig safnað frá úthöfum og eyðistöðum, veðrið var athugað í háloftunum, og voru til þess hafðir flugdrek- ar, loftbelgir og hinir svokölluðu veðurkannar (radiosondur), sem fundnir voru upp í Rússlandi eftir 1920 og eru nú notaðir um allan heim til háloftaathugana. En meðan öll þessi þróun fór fram, voru það nokkrir vísinda- menn, sem vildu gera enn róttækari breytingar á aðferðum við veðurspár. Skoðun þeirra var sú, að veðrið væri fyrst og fremst stærðfræðilegt viðfangsefni. Ef við þekkjum veðrið á tilteknu augnabliki og þau lögmál, sem stjórna því, hlýtur veður fram- tíðarinnar að vera þar með ráðið. Um þessa hugmynd skrifaði Englendingurinn Lewis F. Richardsson árið 1922 bók sína um útreikninga á veðrinu, „Weather Prediction by Numerical Pro- cess“. En milli þessara hálærðu fræðimanna og veðurspámann- anna sjálfra var þá harla lítil samvinna. Ég skal nú aðeins, meira til skemmtunar en fróðleiks, telja upp þá veðurþætti, sem Richardsson taldi nauðsynlegt að vita um til að reikna út veðrið. Á hverri einstakri athugunarstöð, og þær voru margar, yrði að þekkja loftvogarstöðu við sjávarmál, einnig á athugunarstöðinni og í fleiri hæðum, tveggja km, 4.2, 7.2 og 11.8 km hæð yfir sjó, ennfremur raka loftsins í fimm mismun- andi lögum gufuhvolfsins, og auk þess vindinn í þessum sömu lögum og hitann í háloftunum ofan við 11.8 km hæð. Þá kom einnig til greina jarðvegshitinn á mismunandi dýpi. Var það dýpi tiltekið með nærri broslegri nákvæmni, en það skyldi vera 1.72 cm og 19.1 cm. Geta má nærri, að ekki var hlaupið að því að fá stofnað þétt kerfi slíkra athugunarstöðva kringum 1920, og að því leyti var bók Richardssons langt á undan tímanum. Enn í dag eru há- loftaathuganir margfalt strjálli um mestan hluta jarðar en hann taldi æskilegt. Eins og síðar mun nefnt, var aðferð hans líka nokk- uð áfátt fræðilega, en verst var þó, hve gífurlega tímafrekir þessir útreikningar voru með þeirri tækni, sem þá var til. Richardsson skipti kortinu í nokkurs konar skákborð, þar sem ein athugunarstöð var í hverjum reit og nálægt 200 km á milli þeirra. Nú skal ég tilfæra stuttan kafla úr bók hans, þar sem hann lýsir því, er hann tók sér fyrir hendur að reikna út 6 klst

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.