Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1960, Blaðsíða 31

Náttúrufræðingurinn - 1960, Blaðsíða 31
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 23 hann sé banvænn átu, og það er ei ótrúlegt, að hann sé mjög óhollur." En hvað er þá um bleikjukúluna og liennar eituráhrif? Ekki er vitað livaða svepp Gísli biskup á við, aðeins það, að hann er bleik- ur, en það gæti þýtt gulleitur eða í'auðleitur. Ef til vill var Gísla biskupi þá kunnugt um, að hér væru til eitraðir sveppir þannig litir, eða var hér um erlendan bókarlærdóm Gísla að ræða, og ágiskun ein, að slíkur sveppur hlyti að finnast hér sem á megin- landinu. Fullum 150 árurn eftir að Gísli biskup skráir þetta minnist Björn Halldórsson á bleikjukúlur í Grasnytjum og telur þær vera sama og Boletus Pollidus. 6) Má af lýsingu hans sjá, að hér er um allt annan svepp að ræða en eitursvepp Gísla biskups. Því að Björn segir þær vera „haldnar beztar af öllum ætisveppum, gefa bæði l)ezta lykt og beztan smekk“. Einnig telur liann þær mjög líkar „reyðikúlum", en oftast nokkuð minni. En „reyðikúlur" skýrir Björn Halldórsson t. d. með fræðiheitinu Boletus luteus. Auk þess getur hann þeirra í orðabók sinni og telur þær til blaðsveppa og segir þær vera rauðar. 7) Þennan sama svepp nefnir Niels Mohr einnig Boletus luteus og segir hann notaðan til átu hvarvetna á Islandi. 9) Ekki sé einungis búinn til grautur úr honum ferskum, heldur sé hann þurrkaður og geymdur til vetrarins. Nú er Boletus luteus pípusveppur en ekki blaðsveppur, gulur að lit en annars mjög líkur kúalubba. 12) Þar að auki er sveppurinn mjög sjald- gæfur og aðeins fundinn í samfélagi við innflutta barrviði. Dan- inn Paul Larsen, sem ýtarlegast hefur skrifað um íslenzka æti- sveppi, efast því um, að sveppur sá hafi verið hér fyrr en á síðustu árum. 8) Telur hann Mohr og grasafræðinginn E. Rostrup 13) taka þessa villu upj) eftir Birni Halldórssyni, að órannsökuðu máli. Allt virðist því vera á reiki um, livað reiðikúla hafi verið og sömu- leiðis er erfitt að geta sér til um, hvaða svepp átt sé við með bleikju- kúlu. Máske eru þetta tvö nöln á einum og sama sveppi? Hliðstætt því, að vatnableikja og vatnareyður er einn og sami fiskur. Væru þetta þá einkennandi nöfn á gulleitum eða rauðum sveppi, sem gætu meðal annars átt við hinn „brandgula flugusvepp" eins og Norðmenn kalla flugusveppinn, en gæti eins liafa átt við marga aðra rauðleita og gula sveppi, sem finnast hér. Sé hins vegar gert ráð fyrir, að Gísli biskup hafi réttilega þekkt íslenzkan eitursvepp með
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.