Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1962, Qupperneq 26

Náttúrufræðingurinn - 1962, Qupperneq 26
16 NÁT'l'Ú R U FRÆÐINGURJNN Berg annarra Öskjuhrauna, svo og Dyngjufjallahrauna er og yfirleitt basalt. Um Dyngjufjöll og Öskju liefur margt verið ritað. Sprengigosið og myndun jarðfallsins mikla, Öskjuvatns, beindu atlivgli náttúru- fræðinga mjög að Öskju, svo sem áður getur. Fyrstur náttúrufræðinga til að athuga verksummerki eldsumbrot- anna var danski jarðfræðingurinn Johnstrup 1876. Með honum var landmælingamaðurinn Caroc, sem gerði kort af Öskju. 1884 skoðaði Þorvaldur Thoroddsen (1925, 1958) sigdalinn. Fyrsta áratug þessarar aldar komu Þjóðverjar mjög við rannsóknarsögu Dyngjufjalla, eink- um þeir Spethmann (1908), Erkes, Reck (1910) og von Knebel, en hann fórst í Öskjuvatni ásamt fylgdarmanni 10. júlí 1907. 1923 rannsakaði Guðmundur G. Bárðarson (1926) nýju hraunin í Öskju. Með honum í för var Pálmi Hannesson. Fyrir fáum árum voru Hol- lendingarnir van Bemmelen og Rutten (1955) við rannsóknir í Mý- vatnssveit og Ódáðahrauni og skoðuðu þá um leið Dyngjufjöll. En bezt og mest hefur þó Ólafur Jónsson (1941, 1942 og 1945) kannað og skrifað um Ódáðahraun og Dyngjufjöll. Athuganir á Öskjugosinu 1961 voru nokkuð stopular, enda veð- ur rysjótt á veturnóttum inni á reginöræfum. Að athugunum og rannsóknum á gosinu og aðdraganda þess unnu einkum Guðmund- ur E. Sigvaldason, Jón Jónsson, Sigurður Þórarinsson, Tómas Tryggvason, Trausti Einarsson og sá, sem Jaetta ritar. Hefur við samningu Jjessarar greinar verið stuðzt mjög við athuganir þeirra, svo og annarra, sem á Öskjuslóð komu, meðan á gosinu stóð. Vit- neskju um jarðskjálfta veitti Eysteinn Tryggvason, jarðskjálftafræð- ingur á Veðurstofunni. Dyngjufjöll og Askja liafa nú vakið athygli jarðfræðinga og ann- arra á nýjan leik, enda er J)ar margt ókannaðra og fróðlegra hluta, sem þarfnast nánari og skipulagðra rannsókna. Er ekki vansalaust, að svo merkilegt svæði sé svo illa rannsakað sem raun ber vitni. HEIMILDARRIT - REFERENCES Bárdarson, Guðmundur G. 1926. Die jiingsten Ausbruchsstellen in der Askja. — Zeitschr. f. Vulk., 10: 119—126, Berlin. Bemmelen, H. W. van and Rutten, M. G. 1955. Tablemountains of Northern- Iceland. — 217 S., Leiden. Jónsson, Ólafur. 1941. Trölladyngjur. — Náttúrufr. 11: 76-88.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.