Náttúrufræðingurinn - 1962, Blaðsíða 42
innar og hjartaskeljarinnar. Og enn hafa þær fundizt á norðlægari
slóðum en áður. Merkasti fundur sandskeljarinnar er við Gæsaeyri
við Eyjafjörð innanverðan. Og þar voru lifandi eintök af henni
2—3 cm lengri en þau stærstu, sem fundizt hafa við suðurströnd
landsins. Og hjartaskelin er að minnsta kosti komin norður til
Ö n u ndar fj ar ðar.
í þessu sama hefti Náttúrufræðingsins er getið um 2 samloku-
tegundir, sem ekki voru kunnar liéðan áður, sem sé bylgjuskel
(Mysia undata) og risasnekkju (Thracia devexa). Af fyrr nefndri
tegund hefur ein skel fundizt til viðbótar; hún fannst við Vest-
mannaeyjar, og var það liægri skel með gati (boruð eftir Natica).
Skel þessi var 21 mm á lengd og 19,5 mm á breidd.
Að því er risasnekkjuna snertir, þá er þar komið babb í bátinn.
Upphaflega liafði ég aðeins vinstri skel til athugunar, þar sem hægri
skelin hafði ónýtzt hjá finnanda. Mér var það strax ljóst, að skel
þessi var ekki hreinræktuð, þó að það kæmi ekki fram í grein
minni. Virtist hún sveima einlivers staðar á milli tveggja náskyldra
tegunda: Thracia devexa og Thracia convexa. Var hún mun líkari
fyrr nefndri tegund eftir myndum að dæma, en samanburðareintak
hafði ég ekki. Þar sem ég var ekki
fyllilega ánægður með niðurstöð-
ur mínar, ákvað ég að senda þetta
hálfa eintak til sérfræðings í nor-
rænum skeljum, K. W Ockel-
mann, og óskaði þess, að hann
segði álit sitt. Vissi ég, að hann
þekkti Thracia devexa úr norð-
urhöfum og það út í yztu æsar.
Svar sérfræðingsins var það, að
umrædda skel bæri ekki að telja
til T. devexa, heldur til T. con-
vexa (mynd 1), en til deilitegund-
af henni, sem skírð hefur verið
ventricosa. Samkvæmt því er þá vísindanafn tegundarinnar: Thra-
cia convexa ventricosa (mynd 2). Ilvorki aðaltegund né deiliteg-
und hal'a áður fundizt hér við land. Útbreiðsla þeirra til norðurs
nær ekki lengra en að Lófóten í Noregi, en suður á bóginn allt
til Miðjarðarhafs. Við strendur Noregs hefur deilitegundin ekki
1. mynd. Thracia convexa. Aðalteg-
und í náttúrlegri stærð. (Úr Danmarks
Fauna).