Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1962, Qupperneq 13

Náttúrufræðingurinn - 1962, Qupperneq 13
NÁTTÚ RUFRÆÐIN GU RI N N 7 4. mynd. Gos í leirhvernum Ilrekk í byrjun, 19. okt. 1961. Svarti mökkurinn leirstrókur. Fremst sést grjótdreifin frá gosinu 17. okt. — The beginning of tlic eruption in thc mud volcano Hrekkur. The dark cloud is the rising mud. Ljósm.: Guðmundur E. Sigvaldason. Oskjugosið 1961. Næstu 30 árin bærði jarðeldurinn síðan ekki á sér í Öskju. Það er ekki fyrr en á síðastliðnu hausti, fimmtudaginn 26. októlier, að eldsumbrot hófust þar að nýju. Það var þó ljóst nokkrum vikum fyrir gosið, að hverju fór. Hinn 10. okt. flaug Jón Sigurgeirsson, kunnur fjallagarpur frá Akureyri, með Trygg-va Helgasyni yfir Ódáðahraun í fjárleitir. Sáu þeir þá gufur stíga upp í Öskju sunnan Öskjuops, þar senr áður hafði ekki orðið vart jarðhita. 12. okt. flaug Sigurður Þórarinsson yfir Dyngjufjöll, og daginn eftir athugaði hann leirhverina, sem lágu á línu með norður-suður- stefnu í Öskju undir rótum Austurfjalla. Syðstu hverirnir voru miðja vegu milli Vítis og Öskjuops, en hinir nyrztu rétt sunnan ops- ins. Hverirnir blésu gufu og slettu leir, og frá þeim rann leirbland- ið, ylvolgt vatnsskólp til Öskjuops (3. mynd). Einnig hafði tjörn,

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.