Náttúrufræðingurinn - 1962, Blaðsíða 10
4
NÁTTÚRU FRÆÐINGURINN
austan Dyngjufjalla. Hraun, sem komin eru upp, eftir að rnyndun
Öskju lauk, og }d;í einnig þau, sem runnin eru á síðustu áratug-
um, mætti nefna Öskjuhraun (posttektonisk hraun).
Lítið er vitað um gos í Dyngjufjöllum á sögulegum tíma fram
til 1875, enda liggja fjöllin fjarri alfaraleið inni á reginöræfum.
Ólafur Jónsson telur, að þau Trölladyngjugos, sem getið er í forn-
um heimiklum, hafi orðið í Dyngjufjöllum, en Herðubreiðar-
fjöll, Dyngjufjöll og líklega Trölladyngja munu áður fyrr hafa
heitið einu nafni Trölladyngjur. En þó er ekki síður líklegt, að
eitthvert Trölladyngjugosanna hafi orðið á Suðurkjálkanum, m.
a. á gossprungu, sem skerst gegnum Trölladyngju á Reykjanesi,
enda voru gos tíð þar um slóðir á fyrstu öldum fslandsbyggðar
og fram undir siðaskipti.
I>að voru þó fyrst náttúruhamfarirnar í Öskju 1875, sem beindu
athygli leikra og lærðra að Dyngjufjöllum.
2. janúar 1875 varð vart allmikilla jarðhræringa í Mývatnssveit,
og daginn eftir sáust eldbjarmar og gosmekkir yfir Dyngjufjöll-
um. Um miðjan febrúar gengu fjórir Mývetningar suður til Dyngju-
fjalla, en það er um 60 km leið, að huga að eldstöðvunum. Þeir
fundu eldvörpin í suðaustanverðri Öskju. Upp úr gígunum lagði
gufustróka, en einnig gusu þeir leir og grjóti, líklega líkt og leir-
hverinn Hrekkur gerði fyrir síðasta Öskjugos (1961), svo sem síðar
getur. Einnig höfðu runnið hraunspýjur frá gígunum. Rétt vestan
stærsta gígsins hafði myndazt alldjúpt jarðfall, 10—12 dagsláttur
að stærð. Fyrir ferð þeirra Mývetninganna hafði, svo að kunn-
ugt sé, aðeins Björn Gunnlaugsson séð niður í Öskju, er hann kom
þangað í landmælingaferð í slæmu veðri sumarið 1838.
Aðfaranótt hins 29. marz 1875 varð mikið sprengigos í Öskju.
Á örfáum klukkustundum geystist gífurlegt magn, líklega 2 km8,
af líparítvikri og ösku upp úr gígnum Víti. Gígker þetta er aðeins
um 100 m að þvermáli og 50—60 m að dýpt. Hæð gígrimans norð-
an og vestan Vítis er aðeins 12—15 m yfir hraunsléttuna í Öskju.
Öskumökkinn bar fyrir snörpum vestanvindi yfir Austurland. Kl.
8 að morgni hins 29. náði vikurbakkinn Seyðisfirði og vestur-
strönd Noregs um kl. 19 samdægurs. Kl. 10 næsta morgun tók svo
að falla aska í Stokkhólmi. Vikurinn lagði 17 jarðir á Jökuldal og
Jökuldalsheiði í eyði, flestar um stundarsakir, og stórspillti beit-
arlöndum.