Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1962, Qupperneq 43

Náttúrufræðingurinn - 1962, Qupperneq 43
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 33 fengizt lifandi, en hún lifir við Bretlandseyjar og einnig sunnar í Atlantshafi. Hér er Jrví um fremur suðlæga tegund að ræða. Þeir, sem hafa grein mína um fund risasnekkjunnar með hönd- um, eru vinsamlega beðnir að hreyta vísindanafni hennar Thra- cia clevexa í Thracia convexa ventricosa, því að ætíð skal liafa það er sannara reynist. En hvað á þá að segja um íslenzka nafn- ið? Bezt mun vera að yfirfæra Jrað á T. convexa, Jrví að óvíst er, hvort hin tegundin á nokkurn tíma eftir að finnast hér við land. Aðaltegundinni af T. convexa er þannig lýst í Danmarks Fauna frá árinu 1934: „Skeljarnar nijög kúptar, með því sem nær mið- stæðu nefi. Framendinn ávalur, en afturendinn bogstýfður. Kvið- röndin bein, eilítið buguð aftan til. Skeljarnar eru þunnar, ljós- gulleitar, smákornóttar utan. Hægri skelin stærri en sú vinstri. Frá nefinu liggur felling niður að kviðröndinni aftast. Lengd skeljanna um 60 mm.“ Ef Jressi lýsing er borin saman við útlit Vest- mannaeyja-skeljarinnar, virðist meginmunurinn vera fólginn í sköpulaginu. Eftir myndum að dæma, þá er nefið á aðaltegund greinilega aftan við miðju, og afturendi hennar er stuttur og breiður. A hinn bóginn er nefið á íslenzku skel- inni töluvert framan við miðju, og afturendinn mun mjórri og teygðari og meira stýfður en á aðaltegund. Verður deilitegundin þannig mjög útlitslík og T. devexa. Loks skal getið tveggja sælindýrategunda, sem fundust ekki hér við land fyrr en á s. 1. ári, en þær eru kuðungurinn Chrysallida spiralis (Mont), skírður dvergstrýta (mynd 3), og nökkvinn Lepidopleurus alveolus (Sars), nefndur langnökkvi (mynd 4). Dvergstrýtan telst til Strýtuættarinnar (Pyraniiclellidae). Þetta er 3. mynd. Dverg- strýta (Chrystallida spiralis). Mikið stækkuð. (Úr G. O. Sars). 2. mynd. Thracia convexa ventricosa. íslenzka skelin í náttúrlegri stærð. Ljósm.: G. Gestsson).

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.