Náttúrufræðingurinn - 1962, Side 52
42
NÁTTÚRLJFRÆÐINGURINN
og skurnar að nokkru leyti fyllt geislasteinum (seólítum). Enn aðrar
eru með kjarna úr mjög dökku basalti, holulausu. Og fleiri til-
brigði í gerð kúlukjarnanna mætti telja upp.
En eitt er sammerkt um allar kúlurnar, bæði skurnlausar og með
skurn: Eg lief aldrei fundið i þeim nokkra flis af móbergi.
Við þetta styðst sú skoðun mín, sem fyrr var getið, að setbergs-
kúlurnar séu ættaðar úr lagi, sem liggur milli blágrýtismyndunar-
innar og móbergsmyndunarinnar, og ekkert móberg liggi undir því
lagi.
Eins og fyrr var getið, er móbergið í kúlnalaginu í Núpum
miklu mýkra og losaralegra en í kúlnalaginu í Skammadalskömb-
um. Enn fremur hef ég enga geislasteina fundið í laginu í Núpum,
en af þeim er mjög mikið í Skammadalskömbum. Aftur á móti
er þessu öfugt farið um hörku kúlnanna sjálfra. Setið í þeim er
harðara í Núpunum.
Þetta þykir mér benda til, að móberg kúlnalagsins í Núpum sé
yngra og hafi því haft minni tíma til að harðna og mynda geisla-
steina; á hinn bóginn hafi setið í kúlum þess legið lengur niðri
í djúpinu undir fargi móbergsmyndunarinnar og harðnað vel af
þeim sökum.
Það ber á milli um útlit skelja á Núpasvæðinu og á Skamma-
dalssvæðinu, að á því síðarnefnda eru margar skeljarnar fylltar
kalkspatkristöllum, en það hef ég ekki séð í Núpum.
Einnig virðist mér augljóst, að skeljarnar og kúlurnar úr Skanuna-
dalskömbum hafi orðið fyrir meiri hitaáhrifum en þær úr Núpum,
og marka ég það af því, sem nú skal greint:
Margar kúlur úr Skammadalskömbum eru rauðbrúnar að utan,
og nær sá litur oftast 1—2 cm inn í kúluna. Þennan lit eða a. m. k.
svipaðan fá þær í kolaglóð. Þetta hef ég aðeins séð á einni kúlu
í Núpum.
I öðru lagi hef ég athugað segulmagn í nokkrum kúlum úr hvor-
um stað, og kom í ljós, að þær úr Skammadalskömbum voru segul-
magnaðar 2—4 cm inn frá yfirborði, en hinar reyndust ekki segul-
magnaðar.
Ekki sé ég ástæðu til annars en telja setið og skeljarnar, sem í
því liggja, á svipuðum aldri og sumt af því jafngamalt á báðum
stöðunum.
Það er athyglisvert, að vissum gerðum kúlna fvlgja að nokkru