Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1962, Side 31

Náttúrufræðingurinn - 1962, Side 31
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 21 honum brúnleitri leðju, ef komið er við hann. Pípulagið er fyrst gráleitt, en litast síðan brúnt af gróunum. Stafurinn er ljós, með dökkum hreisturflögum, er oft mynda langgára (hryggi) eftir hon- unr endilöngum. Krialubbinn er afar breytileg tegund, hvað snertir stærð og lit hattsins og stafsins. Nærri hvítt afbrigði, var. niveus, hittist oft í mýrlendum skógum. Vaxtarstöðum kúalubbans hefur áður verið lýst. Furusveppur Boletus luteus I,. Hatturinn gulbrúnn—súkkulaðibrúnn, allt að 10 cm í þvermál, slímugur. Pípulagið sítrónugult, fastvaxið við stafinn (alstafa). Stafurinn gulleitur, með hvítum, síðar fjólubláleitum liring, depl- óttur ofan hringsins. Sveppur þessi vex í sambandi við ýmsar tegundir furu. Hann er fyrst fundinn itér á landi á Hallormsstað, 1922, af Páli Larsen. Segir Páll hann vaxa þar undir ca. 15 ára gömlum Pinus montana trjám, sem vaxið liafi upp af norsku fræi. Vex nú alls staðar þar, sem furu lrefur verið plantað. Björn Halldórsson getur um B. luteus í Grasnytjum, en af lýs- ingunni má sjá, að hann á við allt annan svepp, eða venjulegan ætisvepp (Psalliota campestris). Útilokað er og, að B. luteus liafi vaxið hér á tímum séra Björns, þar sem hér uxu þá engin barrtré. Verður

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.