Náttúrufræðingurinn - 1962, Side 38
28
NÁTTÚRUFRÆÐINGU R IN N
um skikum, eru Austfirðirnir, þótt útbreiöslumörk jökla hafi ekki
verið rakin þar. Nýlega fór ég um sunnanverða Austfirði, og þótt
í öðrum aðaltilgangi væri, gerði ég jafnframt nokkrar athuganir
á jökulmörkum í nágrenni Djúpavogs.
Milli Berufjarðar og Hamarsfjarðar er urn 2 km breitt og 4 km
langt láglent nes, Búlandsnes, úr hallandi blágrýtislögum og stend-
ur Djúpivogur á því að norðan. Hæðin er að mestu undir 40 m
og nesið í stórum dráttum mjög flatt. En um fínni drætti er allt
annað að segja. Þarna morar allt í hvössum bríkum, strýtum og
görðum. Meðal garðanna á nesinu eru áberandi berggangar, sem
standa eins og lilaðnir garðar marga metra upp úr umhverfinu.
í þessum svip landsins koma fram hin greinilegustu einkenni þess,
að jökull hefur ekki í náinni fortíð gengið yfir svæðið. Jökull
skilur ekki við undirlendi, sem hann skríður yfir, í svona étnu
ástandi, heldur eru verksummerki hans sléttar, fágaðar og oftast
ísrákaðar klappir. Og jafnvel þótt rákimar máist af á óvörðum
klöppum, eymir þó oftast mjög lengi eftir af hinunr sléttu flötum
í hörðum bergtegundum. Að hin mikla ójöfnun landsins hefði get-
að orðið eftir ísöld er andstætt revnslu, enda í ósamræmi við til-
veru hins lítt eydda ísheflaða lands skammt frá.
Hið étna landsform má nú rekja inn á móts við Teigarhorn,
þar sem umskipti verða til sléttara lands og ísheflaðra og rákaðra
klappa. Slíkar klappir sjást við Teigartanga og hvílir á þeim mjúk-
ur sjávarleir með skeljabrotum. ísrákun finnst svo um Jressar slóðir
og innar beggja megin fjarðarins. Upp af Urðarteig fann ég ísrákir
eftir meginjökul í Berufirði í 200 m hæð. ísrákir liggja og þvert
fyrir mynni Búlandsdals og ætla verður, að jökull á Jreim dal liafi
ekki náð út til meginjökulsins. Norðan fjarðar sá ég yzt ísrákun
um Þiljuvelli. Mun jökull þó hafa náð stuttan tíma þangað og
snemma, því á næsta kílómetranum fyrir vestan er æðimikið étið
land. Það er fyrst vestur undir Fagrahvammi að ísaða formið verð-
ur ríkjandi. Við víkina suður undan Fagrahvammi, sem er nafn-
laus á kortinu, er marbakki yfir 20 m hár og í honum nokkuð af
skeljum. Þverskurður af honum sést ekki, en skeljar liggja lausar
á yfirborði, og fann ég þar gimburskel (Astarte borealis), hallloku
(Macoma calcaria) og smyrsling (Mya truncata), samkvæmt grein-
ingu Ingimars Óskarssonar.
Inn með Hamarsfirði kemur á svipaðan hátt í Ijós, að ísrákun