Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1962, Page 24

Náttúrufræðingurinn - 1962, Page 24
14 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 13. mynd. Hraunröndin í Öskju sunnan gossprungunnar. Upp af hrauninu leggur gufu frá bráðnandi snjó, er varð undir hrauninu, þegar það rann yfir. Lengst til hægri sést gufumökkur frá öðruni stóra leirhvernum. — The lava south of the volcanic fissure in Askja. The glowing lava clid not melt the snow in front of it. Hours or days later one saw steam rising from the lava field. — Ljósm.: I>. E., 28. okt. 1961. sem þegar var storknað, og hlíða Austurfjalla. Hraun þetta rann ýmist langar leiðir undir storkinni hraunþekju eða kvíslaðist um apalhraunsfláka nýja hraunsins (9. mynd). Gosinu mun hafa lokið í byrjun desember. Þegar Björn Pálsson flaug yfir eldstöðvarnar 15. des., sást engin glóð lengur í gígunum eða hrauninu. En um langa hríð mun gufu enn leggja upp tir gíg- unum. Samkvæmt mælingum Trausta Einarssonar mun hiti hraunkvik- unnar í gígunum liafa verið um 1200° C, en það er mun meira en mældist í Hraungíg Heklu 1947. Þar var hitinn 1000° C, en út í hrauninu allt að 1150° C. Allundralega kom það eldsóvönum fyrir sjónir, að glóandi hraun- jaðrarnir skyldu ekki bræða snjóinn, áður en hraunið rann yfir. I.íklegt er, að kalt loftið, sem sífellt streymdi að glóandi hraun-

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.