Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1962, Blaðsíða 43

Náttúrufræðingurinn - 1962, Blaðsíða 43
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 33 fengizt lifandi, en hún lifir við Bretlandseyjar og einnig sunnar í Atlantshafi. Hér er Jrví um fremur suðlæga tegund að ræða. Þeir, sem hafa grein mína um fund risasnekkjunnar með hönd- um, eru vinsamlega beðnir að hreyta vísindanafni hennar Thra- cia clevexa í Thracia convexa ventricosa, því að ætíð skal liafa það er sannara reynist. En hvað á þá að segja um íslenzka nafn- ið? Bezt mun vera að yfirfæra Jrað á T. convexa, Jrví að óvíst er, hvort hin tegundin á nokkurn tíma eftir að finnast hér við land. Aðaltegundinni af T. convexa er þannig lýst í Danmarks Fauna frá árinu 1934: „Skeljarnar nijög kúptar, með því sem nær mið- stæðu nefi. Framendinn ávalur, en afturendinn bogstýfður. Kvið- röndin bein, eilítið buguð aftan til. Skeljarnar eru þunnar, ljós- gulleitar, smákornóttar utan. Hægri skelin stærri en sú vinstri. Frá nefinu liggur felling niður að kviðröndinni aftast. Lengd skeljanna um 60 mm.“ Ef Jressi lýsing er borin saman við útlit Vest- mannaeyja-skeljarinnar, virðist meginmunurinn vera fólginn í sköpulaginu. Eftir myndum að dæma, þá er nefið á aðaltegund greinilega aftan við miðju, og afturendi hennar er stuttur og breiður. A hinn bóginn er nefið á íslenzku skel- inni töluvert framan við miðju, og afturendinn mun mjórri og teygðari og meira stýfður en á aðaltegund. Verður deilitegundin þannig mjög útlitslík og T. devexa. Loks skal getið tveggja sælindýrategunda, sem fundust ekki hér við land fyrr en á s. 1. ári, en þær eru kuðungurinn Chrysallida spiralis (Mont), skírður dvergstrýta (mynd 3), og nökkvinn Lepidopleurus alveolus (Sars), nefndur langnökkvi (mynd 4). Dvergstrýtan telst til Strýtuættarinnar (Pyraniiclellidae). Þetta er 3. mynd. Dverg- strýta (Chrystallida spiralis). Mikið stækkuð. (Úr G. O. Sars). 2. mynd. Thracia convexa ventricosa. íslenzka skelin í náttúrlegri stærð. Ljósm.: G. Gestsson).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.