Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1962, Qupperneq 4

Náttúrufræðingurinn - 1962, Qupperneq 4
50 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN réttuinanns á Ökrum í Skagal'irði. Hún var orðlögð yfirsetukona og skörungur. Sveinn virðist liafa unnað móður sinni mjög mikið. Foreldrar Sveins bjuggu við lítil efni. Þau áttu sex börn, er upp komust, og var Sveinn yngstur. Hann einn var settur til mennta og brautskráðist ur Hólaskóla tvítugur að aldri. Gat hann þá þegar tekið prestvígslu, eins og gert liöfðu að minnsta kosti sex forfeður lians í beinan karllegg. í stað þess gerðist Sveinn vertíðarmaður næsta vetur suður í Njarðvík, og var honum þá efst í huga að styðja foreldra sína í lífsbaráttunni. En sumarið eftir (1783) gerðist það, að Jón Sveinsson landlæknir kemur öllum óvörum að Steins- stöðum og falar Svein, frænda sinn, fyrir nemanda í læknisfræði. Höfðu kennarar á Hólum bent honum á Svein „sem ekki ólíkleg- an til hvers, er við hafa skyldi“. Varð það að ráði, að Sveinn færi að Nesi við Seltjörn, enda voru foreldrar hans þess fýsandi. Hann lagði af stað suður Stórasand undir veturnætur um haustið, hrepjiti illviðri á fjöllum og komst loks eftir 27 daga ferðalag suður að Nesi. Hér má skjóta Jrví inn í, að um þessar mundir átti land- læknir að taka pilta til kennslu í læknislist. Þeir skyldu vera við nám í 3—4 ár, og stjórnin veitti Jreim 20 rd. styrk á ári. Land- læknir fæddi þá, enda mátti hann láta ]rá vinna, hvað sem fyrir kom. Að námslokum skyldu Jreir ganga undir eins konar próf. Vá Þegar Sveinn hafði verið fjögur ár í Nesi, hvatti landlæknir hann til framhaldsnáms við háskólann í Kaupmannahöfn, og varð Jrað að ráði, þrátt fyrir féleysi Sveins. Hefur Jóns Sveinsson eflaust ætlað honum að verða landlæknir eftir sinn dag. í Kaupmannahöfn dvelst Sveinn hátt á fjórða ár. — Þar opnast honum margir nýir heimar, og fróðleiksþorsti hans knýr hann til |jess að leggja sig eftir efnafræði og náttúruvísindum samhliða læknisfræðinni. Auk þess fær liann hér hugboð um ýmsar lysti- semdir, svo sem hljóðfæralist, dans, lifandi tungumál og teiknunar- list. En efnahagurinn leyfði fáar lystisemdir. — „Komedíuhúsið var sá einasti lystisemdastaður í Höfn, sem Sveinn gat ekki móti sér látið að sækja, þegar ekki þvertók skildingaleysi,“ — segir hann í endurminningum sínum. Nú gerist það 1789, þegar Sveinn hefur dvali/.t tvö ár í Höfn, að prófessor Abildgaard jarðfræðingur stofnar Náttúrufræðafélag

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.