Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1962, Qupperneq 6

Náttúrufræðingurinn - 1962, Qupperneq 6
NÁT TÚRUFR Æ ÐINGURINN 52 náttúrufræði og kemst fljótlega í náin kynni og jafnvel vináttu við kennara sína. — Fer þessu fram í hartnær tvö ár. Þá er Garðvistar- tími Sveins liðinn og liann kominn á flæðisker með uppihalcl. Verður það þá að ráði, að hann gengur undir próf í náttúruvísind- um, hinn fyrsti í Danaveldi, og lýkur því með góðum vitnisburði 1. júní 1791, 29 ára að aldri. Jafnframt hafði hann fengið loforð um styrk til rannsókna á íslandi, og loks gerði liann sér góðar vonir um kennarastöðu í fræðigrein sinni við Hólavallarskóla í Reykja- vík. Þær vonir brugðust honum — alveg eins og Jónasi Hallgríms- syni síðar. Var það landi voru og þjóð skaði, sem aldrei verður bættur. En Sveinn yfirgaf Kaupmannahöfn með föstum ásetningi um „að sjá aftur þann elskaða stað, ef líf léntist", eins og hann sjálfur ritar löngu síðar. Sveinn Pálsson vann því næst að rannsóknum hér á landi frá því síðsumars 1791 til hausts 1794. Alls nam styrkur til hans að sögn Magnúsar Stephensens 900 rd. og 58 rd. til áhaldakaupa. Mun þetta alls ekki hafa gert betur en standa undir ferðakostnaði hans og veturvistum. — Fyrstu tvo veturna sat hann í Viðey hjá Skúla Magnússyni, en tvo hina síðari hjá Vigfúsi Thorarensen, sýslu- manni, að Hlíðarenda í Fljótshlíð. Þá var Bjarni Thorarensen, skáldið, 6—7 vetra, og hélzt jafnan síðan vinátta með þeim Sveini. Á þessum fjórum sumrum hafði liann ferðazt um mikinn liluta íslands. Samkvæmt erindisbréfi sínu, sem er mjög langt, skyldi hann jinna, sajna og lýsa náttúrugripum frá öllum þremur ríkjum náttúrunnar og athuga notkun Jreirra í atvinnuvegum landsmanna. — Hann á að skrifa í dagbækur sínar allt hið helzta um landfræði íslands og landsliagi, atvinnuvegi, verzlun, búskap, siði, venjur og leiðrétta það, sem rangt revndist hjá öðrum höfundum. Þá skyldi hann senda félaginu jafnharðan skýrslur um ferðir sínar og störf — og senda því safngripi, steina, plöntur og dýr. Sveinn Pálsson lét eftir sig dagbækur og ritgerðir í jDremur stór- um bindum í arkarbroti, og auk Jness skrifaði hann margar rit- gerðir, sem sumar hverjar eru prentaðar í ritum Lærdómslista- felagsins. Dagbækur hans voru að sjálfsögðu ritaðar á dönsku og afrit send jafnharðan til Náttúrufræðafélagsins danska, sem að vísu lét prenta kafla úr þeini í tímariti sínu. — Nærri lá, að Jretta hand- rit Sveins glataðist að honum látnum. En Jónas Hallgrímsson keypti |:>að góðu heilli úr dánarbúi Sveins sumarið 1842 og gal

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.